Hækkandi kornverð kemur harðast niður á fátækustu ríkjunum

0
490

11. apríl 2008– Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna varar við því að kostnaður fátækustu ríkja heims við korninnflutning muni hækka um fimmtíu prósent á núverandi fjárhagsári. Óeirðir hafa orðið um víða veröld, frá Filippseyjum til Haítí vegna hækkandi matarverðs að undanförnu.

  “Matarverðbólgan kemur harðast niður á fátækustu ríkjunum, þar sem hlutfall matar í heildarútgjöldum er mun hærri en hjá auðugari þjóðum,” segir Henri Josserand hjá Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).
Hann bendir á að samkvæmt nýrri skýrslu FAO Crop Prospects and Food Situation væri matur á milli 10 og 20 prósent útgjalda neytenda í iðnríkjum en 60 til 80 prósent í þróunarríkjum sem mörg hver eru háð innflutningi matvæla
Bent er á að 56 prósent hækkun 2007-2008 bætist við mikla hækkun eða 37 prósent 2006-2007.
Því er spáð að kostnaðurinn við innflutning korns í fátækustu ríkjum Afríku hækki um 74% vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs, hækkun á flutningskostnaði og eldsneyti. 
Óeirðir vegna matarverðs hafa brotist út síðastliðinn mánuð í Egyptalandi, Burkina Faso, Eþíópíu, Indónesíu, Madagaskar, Filippseyjum og Haítí.
Hernum í Pakistan og Tælandi hefur verið beitt til að verja akra bænda og matarlagera.
FAO hefur hleypt af stokkunum frumkvæði til að mæta hækkandi matarverði með það fyrir augum að liðsinna bændum við að auka matvælaframleiðslu í löndum á borð við Burkina Faso, Máritaníu, Mósambík og Senegal.   
FAO vinnur með ríkisstjórnum og Matvælaáætlun SÞ (WFP) að aðgerðum til að mæta ástandinu. 
Í skýrslu FAO er því spáð til bráðabirgða að kornframleiðsla í heiminum aukist um 2.6 prósent og er spáð metuppskeru 2.164 milljónum tonna og er aukningin að mestu í hveiti
“Ef þessi aukning á árinu 2008 gengur eftir, gæti ástandið á kornmörkuðum skánað 2008 til 2009,” segir í skýrslunni.   
Mikið veltur á veðurfari, að sögn FAO sem bendir á að útlitið með kornframleiðsluna 2007 hafi verið mun betra á sama tíma í fyrra en niðurstaðan varð.