Hamingja á hamfaratímum

0
660

Jafnvel þegar faraldur á borð við COVID-19 herjar á heimsbyggðina er gott að hafa í huga að dagur kemur eftir þennan dag. Brýnt er að missa ekki sjónar af hamingjunni. Og í dag er einmitt allþjóðlegur dagur hamingjunnar.

Hamingja

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað 20.mars hamingjunni frá árinu 2013. Árið 2015 var Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun hleypt af stokkunum. Þar á meðal eru fyrirheit um að binda enda á fátækt, minnka ójöfnuð og vernda plánetuna. Þetta eru þrjú atriði sem óneitanlegar eru traustar stoðir hamingjunnar á heimsvísu.

Við gerðum örlítið myndband í þeirri von að fólk finni stund til að hugsa um hver uppspretta hamingjunnar er – jafnvel á óvissutímum.

Sjá einnig hér : https://www.un.org/en/observances/happiness-day