(Hug)vits er þörf til að bæta heiminn

0
697
Alþjóðlegur dagur hugvits og nýsköpunar

Stundum fæ fólk bestu hugmyndirnar við hinar hversdagslegustu aðstæður. Fyrir framan sjónvarpskjáinn, á hjólinu eða eins og í tilfelli Svíans Tommie Lögdahl í sturtunni.

Sameinuðu þjóðirnar leitast við að efla sköpunargleði og nýsköpun með því að efna til Alþjóðlegs dags hugvits og nýsköpunar, 21.apríl. Á þessum degi er hvatt til þess að beita nýsköpun til að leysa brýnustu vandamál mannkynsins.

„Hugvits er þörf við að leysa dagleg verkefni athafnamanns segir“ frumkvöðullinn Tommie Lögdah. „Það hjálpar mér að vera lausna miðaður í daglegu starfi mínu við að þróa fyrirtæki mitt.“

 Hugvit og nýsköpun

Alþjóðlegur dagur hugvits og nýsköpunar
Sagt er að hugvit sé hæfileikinn til að þróa og tjá nýjar hugmyndir og nýsköpun felist í að hrinda slíku í framkvæmd.

Hugvit getur fallið í farveg listrænnar tjáningar eða til að leita lausna á vandamálum sem tengjast  félagslegri-, efnahagslegri,- eða sjálfbærri þróun.

Alþjóðlega deginum er ætlað að vekja fólk til vitundar um hlutverk hugvits og nýsköpunar á öllum sviðum mannlegrar þróunar.

Þegar ljósið kviknar

Tommie Lögdahl hafði áhyggjur af loftslagsbreytingum og plastmengun í hafinu, og framtíð jarðarinnar. Hann hugleiddi með hvaða hætti hann gæti lagt sitt af mörkum til að draga úr plastmengun.

Alþjóðlegur dagur hugvits og nýsköpunarDag nokkurn þegar hann stóð undir bununni í steypibaðinu tók hann eftir öllum þeim fjölda plastbrúsa, sápu- og sjampó-umbúða sem voru allt í kringum hann á baðinu. Hann tók upp nokkra brúsa og komst að því að stór hluti innihaldsins var einfaldlega vatn.

Þá kviknaði á perunni hjá honum.

„Það er mikil sóun að flytja út um allar koppa grundir vörur sem innihalda hluti sem fólk þarf ekki að sækja út fyrir veggi heimilisins,“ sagði Lögdhal. „Ég spurði sjálfan mig: af hverju að borga fyrir plastmengun og innflutt vatn?“

Af þessum vangaveltum spratt hugmynd að vöru sem gerir fólki kleift að lifa á sjálfbærari hátt.

Að halda áfram að vera forvitinn

Lögdahl bjó til nýja vöru: Nowa Drops. Þessi vara inniheldur þykkni sem blandað saman við vatn myndar sturtu-sápu. Munurinn á þessu og hefðbundinni vöru sem fæst út í búð er að ekkert plast er notað í umbúðirnar. Hún felur í sér sjálfbæra lausn. Í stað þess að flytja vatn um langan veg, er blandað á staðnum.

Forvitni er oft og tíðum aflvaki árangursríkra nýjunga og viðskiptaþróunar.

„Ég held að forvitni sé vissulega lykilatriði í nýsköpun en það þarf líka hugrekki til að fylgja þeim eftir.“

Að ekki sé minnst á alla þá þránda sem ryðja þarf úr götu nýjunganna.

„Frumkvöðulsstarf felur í sér að leysa margs konar vandamál og nýjar áskoranir birtast handan hvers horns. En það skiptir sköpum að takast á við vandann með opnum huga og með því að vera sífellt forvitinn. Þá er hvetjandi að að finna fyrir stuðningi annara frumkvöðla og drekka í sig innblástur þeirra. Þetta hefur hjálpað mér að þróast sem manneskju og eigandi fyrirtækis,“ segir Lögdahl.

Það sem knýr mann áfram

Alþjóðlegur dagur hugvits og nýsköpunar
Tommie Lögdahl, sænskur frumkvöðull.

Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna mikilvægi hugvits og nýsköpunar í þágu sjálfbærrar þróunar sem er lykilatriði í því að byggja betri framtíð fyrir fólkið og plánetuna.

Fólk um allan heim leitar nú leiða við að aðlaga viðskiptaáætlanir og stefnumótun að Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Nýsköpun tekur á sig ýmsar myndir eins og sagan sem sögð var á þessari vefsíðu nýlega af Ingvari Helgasyni sýnir. Hann sótti sér innblástur í kvikmyndina Blade Runner og ræktar leður úr nautgripafrumum í rannsóknastofu.

Þegar upp er staðið er trúin á hugmyndina og eftirfylgnin það sem skilur á milli feigs og ófeigs þegar hugvit og nýsköpun er annars vegar. Að mati Lögdahl er það ástríðan sem skiptir mestu máli.

„Þýðingarmest er að finna hvað það er sem rekur mann áfram innri styrkinn til framkvæmda. Í mínu tilfelli sæki ég styrk í möguleikann á að bæta heiminn,“ segir Lögdahl að lokum.