Hungursneyð blasir við Gasa ef átök halda áfram

0
18
Þriggja ára gamall drengur á Nasser sjúkrahúsinu. Taka varð hluta hægri fótar af honum eftir árás ísraelska-hersins.
Þriggja ára gamall drengur á Nasser sjúkrahúsinu. Taka varð hluta hægri fótar af honum eftir árás ísraelska-hersins. Mynd. © UNICEF/Abed Zaqout

 Gasasvæðið. Mannúðaraðstoð. Alvarlegt hungur herjar á rúmlega fjórða hvert heimili á Gasasvæðinu. Hætta er á hungursneyð if aðgangur ef ekki tekst að tryggja að nýju aðganga að nægum matvælum, hreinu vatni og endurreisa heilbrigðiskerfi og salernisaðstöðu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

Í þessari nýjustu greiningu á matvælaástandinu á Gasa, er komist að þeirri niðurstöðu að allir íbúarnir, 2.2 milljónir að tölu, glími nú við hæsta stig fæðuóöryggis.

Enn segir þar að 26% Gasabúa (576.600 manns) hafi engar matarbirgðir og enga möguleika til að afla matar og standi því frammi fyrir hrikalegu hungri og hungursneyð.

„Matvælaætlunin hefur varað við þessum fyrirsjáanlegu hamförum svo vikum skiptir. Án öruggs, stöðugs aðgangs sem við höfum farið fram á , verður ástandið sífellt verra og enginn á Gasa er undanskilinn hungursneyð,“ sagði Cindi McCain forstjóri Matvælaætlunarinnar (WFP).

Í skýrslunni segir að hætta sé á hungursneyð innan sex mánaða ef átök halda áfram og mannúðaraðstoð er áfram takmörkuð.

Drengur á reiðhjóli í sundursprengdu Asqolahvrfinu í Gasaborg
Drengur á reiðhjóli í sundursprengdu Asqolahvrfinu í Gasaborg. Mynd: © UNICEF/Omar Al-Qattaa

Fólk er matarlaust dögum saman

Íbúar hafa sagt starfsfólki WFP að það borði ekkert svo dögum skipti. Fullorðið fólk kýs að svelta sig svo börnin fái að borða.

„Þetta eru ekki bara tölur. Hér er um að ræða manneskjur;börn, konur og karla, að baki tölfræðinni,“ sagði Arif Husain aðalhagfræðingur WFP. „Það er fordæmalaust hversu margslungin, umfangsmikil og skjót þróun þessara hamfara hefur verið.“

Þörf er á neyðaraðstoð, ekki aðeins matvælasendignar heldur þverfaglegrar aðstoðar til að koma í veg fyrir dauða fjölda manna.

„Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá og horft upp á fólk svelta.Það verður að leyfa mannúðaraðstoð til þess að hægt sé að koma birgðum inn til Gasa og það verður að tryggja að fólk sé öruggt þegar það nálgast lífsnauðsynlega aðstoð,“ sagði Cindy McCain.

„Umfram allt þurfum við frið. WFP ítrekar ákall um vopnahlé í mannúðarskyni. Heimsbyggðin verður að sameinast um að bjarga mannslífum.“