Hvað var samið um í París?

0
700
COPagreemn5

COPagreemn5
15.desember 2015. Parísarsamkomulagið sem náðist á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, hefur verið fagnað víða um heim. En um hvað snýst það? Við höfum tekið saman nokkrar algengar spurningar – og svör við þeim.

Spurning: Hver eru helstu atriði samkomulagsins?

Samkomulagið vísar veginn áfram til þess að hlýnun jarðar á öldinni verði í mesta lagi 2 gráður, jafnvel aðeins 1.5. Samkomulagið felur í sér ferli til að auka metnaðinn.

Parísarsamkomulagið er metnaðargjarnt, kraftmikið alheimssamkomulag. Það tekur til allra ríkja og allrar losunar og er ætla að standast tímans tönn. Samkomulagið festir í sessi alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar.

COPagreementMeð Parísarsamkomulaginu er sent öflugt merki til markaða um að nú sé tími til að fjárfesta í kolefnasnauðu hagkerfi. Það felur í sér gagnsætt regluverk til að byggja upp traust og trúnað.

París markar upphafið, nú þurfum við að hrinda samkomulaginu í framkvæmd. En við höfum tekið risastórt skref fram á við.
Samþykkt samkomulagsins er skilaboð til heimsins um að ríkjum sé djúp alvara að takast á við loftslagsbreytingar. Það mikill sigur að 196 aðilum Rammasamningsins hafi tekist að komast að samkomulagi.

Mun þetta samkomulag raunverulega koma að gagni?

Já, óumdeilanlega erum við betur sett með þetta samkomulag. Það skýtur stoðum undir sjálfbæra framtíð. Samkomulagið er metnaðarfullt og felur í sér úrræði til að glíma við loftslagsbreytingar, að minnka losun og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. En allt er þetta háð því að samkomulaginu sé hrint í framkvæmd.

Hvers er krafist af einstökum ríkjum?

Öllum ríkjum ber samkvæmt samkomulaginu að grípa til aðgerða en þó eru viðurkenndar mismunandi aðstæður og ástand. Ríkjum ber hvort tveggjaCOPagreement2 að grípa til aðgerða til að milda áhrif loftlagsbreytinga og til að aðlagast þeim.
Með samkomulaginu er komið á fót formlegu ferli til þess að endurnýja landsmarkmið og jafnframt felst í því skuldbinding til að fara yfir og meta árangurinn við framkvæmd þessara markmiða. Þetta ferli krefst þess að ríki uppfæri stöðugt skuldbindingar sínar og tryggir að staðið sé við þær.

Hvað gerist ef ríki standa ekki við skuldbindingar sínar? Er einhver leið til að framfylgja samkomulaginu?

Ríki hafa allan hag af því að standa við samkomulagið. Það er í þeirra hag að hrinda samkomulaginu í framkvæmd, ekki aðeins vegna þess að þau hafi hag af því að grípa til loftslagsaðgerða, heldur einnig til að sýna samstöðu.

Það er engum til góðs að hunsa samkomujlagið. Skammtímahagur hverfur skjótt. Búast má við neikvæðum viðbrögðum frá öðrum ríkjum, fjármálamörkuðum og það sem mest er um vert, frá borgurunum.

Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en 2020. Hvað gerist þangað til

Það verður að byrja nú þegar á því að hrinda því í framkvæmd. Til þess að framkvæma loftslagsáætlanir eftir 2020, þurfa ríki að finna úrræði nú þegar, til dæmis til að standa við fyrirheit um 100 milljarða dollara aðstoð, sem þróunarríkjum er heitið, og fjárfesta í kolefnasnauðu hagkerfi.
Ríkin samþykktu í París að grípa til kröfutgra loftslagsaðgerða, tryggja fjármagn og hefjast handa við að hrinda loftslagsaðgerðum í framkvæmd. Ríki geta síðan endurskoðað þessar áætlanir sem hluta af endurskoðun árið 2018.

Við þurfum að samþætta loftslagsaðgerðir og viðleitni til að framkvæma áætlanir um Sjálfbæra þróun 2030. Aðgerðir á einu sviði eru nauðsynlegar fyrir framfarir á öðru sviði.

Er samkomulagið lagalega bindandi?

COPagree3Parísarsamkomulagið er lögfræðilegt skjal, sem vísar veginn fyrir alheimsaðgerðir í loftslagsmálum. Það er sambland af lagalega bindandi ákvæðum og öðrum sem eru það ekki. 

Samkomulagið felst í kjarna-ákvæðum, sem snúa að alþjóðlegu ferli en þau eru lagalega bindandi. Önnur atriði eru hins vegar ekki hluti af lagalega bindandi samkomulagi. Þessir hlutar, svo sem landsmarkmiðin, kunna hins vegar að vera bindandi innan hvers og eins ríkis.

Þróunarríki hafa lagt áherslu á réttlæti og sanngirni. Tekur samkomulagið tillit til þessa?

Já. Samkomulagið byggir á því grundvallarsjónarmiði að ábyrgð sé sameiginleg, en mismunandi mikil. Öllum aðilum samkomulagsins ber að grípa til loftslagsaðgerða samkvæmt þessu grundvallarsjónarmiði, sem tekur tilllit til mismikillar ábyrgðar og mismikillar getu í samræmi við aðstæður hvers ríkis fyrir sig.

Hvernig getur Parísarsamkomulagið tryggt að hiti hækki um minna en 2 gráður eða jafnvel 1.5?

Parísarsamkomulagið greiðir fyrir metnaðarfyllri áætlunum en annars væri ósennilegt að hitin héldist innan tveggja gráðu marksins. Árið 2018 munu ríki hafa tækifæri til að endurskoða sameiginlega viðtleiti sína í ljósi heimsmarkmiða, áður en þau afgreiða landsmarkmið sín sem hluta af nýja samkomulaginu. Þessi endurskoðun mun fara fram á fimm ára fresti.

Við höfum nýtt samkomulag og höfum tækifæri til að ná markmiði okkar. Við gætum ekki fullyrt neitt slíkt ef samkomulag hefði ekki náðst. copagreem4Parísarsamkomulagið vísar veginn í átt til tveggja gráðu marksins eða jafnvel minni hlýnunar. Við bjuggumst ekki við því að Parísarfundurinn skilaði skuldbindingum sem myndu nægja til að ná tveggja gráðu markinu, heldur að ferli yrði komið á fót til þess að greiða leið okkar að því marki. Og það gerir þetta samkomulag.

Það er mikil hvatning að 188 ríki, sem standa fyrir nærri allri losun í heiminum hafa skilað inn landsmarkmiðum. Það sýnir að ríki heims telja að Parísarfundurinn sé fyrsti áfangastaðurinn á leið okkar og ætli að leggja í þá vegferð af fullum krafti.