Parísarsamningurinn: að baki fyrirsögnunum

0
638
COPfinal

COPfinal

14.desember 2015. Parísarasamkomulaginu í loftslagsmálum hefur verið fagnað víða um heim, og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það sé „stórsigur fyrir fólkið og plánetuna okkar“.

„Það er forsenda framfara í að uppræta fátækt, efla frið og tryggja líf fólks með reisn og tækifæri fyrir alla,“ segir Ban Ki-moon.

Veraldarleiðtogar hafa margir hverjir tekið í sama streng, en hver eru helstu atriði samningsins?

Í fyrsta skipti hafa allir 195 aðildar að Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar heitið að minnka losun, efla viðnámsþrótt og grípa til sameiginlegra loftslagsaðgerða.

Meginmarkmið alheimssamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar á þessari öld innan tveggja gráðu á Celsius. Að auki gerir samkomulag ráð fyrir að efla viðleitni til að taka á við afleiðingar loftslagsbreytinga.

Til þess að ná þessum markmiðum verður nægt fjármagnsflæði tryggt, í því skyni að hjálpa þróunarríkjum, og sérstaklega þeim sem höllustum standa fæti, til að hrinda í framkvæmd landsmarkmiðum sínum.

Auk þess að setja sér langtímamarkmið munu ríki sjá til þess að hámarki losunar verði náð eins fljótt og hægt er og halda áfram að vinna að landsmarkmiðum sem greina í smáatriðum frá hvernig þau hyggjist takast á við loftslagsbreytingar.

Þarna verður byggt á landsmarkmiðum sem 188 ríki skiluðu inn og eru hluti af nýja samkomulaginu. Þau munu draga stórlega úr losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum.

Nýja samkomulagið felur í sér það meginsjónarmið að landsmarkmið í framtíðinni gangi lengra en hin fyrri. Með öðrum orðum munu landsmarkmiðin sem eru orðin hluti af samkomulaginu, mynda gólf sem metnaðargjarnari aðgerðir í framtíðinni munu rísa á.

Ríki munu hér eftir setja sér landsmarkmið á fimm ára fresti.

Þótt samningurinn taki til tímabilsins eftir 2020, munu ríki nú þegar efla viðleitni til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Vegvísir verður saminn um hvernig því markmði verður náð að 100 milljarðar Bandaríkjadala renni til þróunarríkja frá og með 2020.
Samkomulagið felur í sér kröftugt gagnsætt kerfi sem hefur það markmið að sjá megi viðleitni ríkja til þess að hrinda samkomulaginu í framkvæmd.

Christiana Figueres, forstjóri UNFCCC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem heldur utan um loftslagssáttmálann segir: „Við höfum séð á ráðstefnunni tilkynningar um fjárhagslegan stuðning við mildun og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga frá ýmsum aðilum. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu mun fjárhagsaðstoð aukast til muna sem skiptir þá sem standa höllustum fæti, gríðarlegu máli.”