Hvernig talar maður við börnin um kóróna-faraldurinn?

0
898

Margir fullorðnir hafa fyllst ugg og ótta vegna kórónaveiru faraldursins – COVID-19. Oft og tíðum misvísandi upplýsingar flæða yfir okkur, margir verða að halda sig heima við og ekki að undra að fólk fyllist kvíða.

Sama á við um börn. Þau skilja ekki það sem þau sjá og heyra í sjónvarpi og útvarpi og lesa um á netinu og í blöðum. Þegar við bætist órói fullorðinna er ekki að undra að þau séu berskjölduð fyrir kvíða og álagi og jafnvel depurð.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF hefur tekið saman vegvísi um hvernig við getum talað við börnin um ástandið.

Opið samtal

UNICEF leggur til að þú ræðir við barnið til að komast að því hve mikið það veit um málið og leyfa þeim að hafa orðið.

„Ef barnið er mjög ungt og hefur ekki heyrt um faraldurinn, þarf kannski ekki að ræða málið, en hins vegar geturðu notað tækifærið og minnt á hreinlæti og þess háttar án þess að vekja ótta,“ segir UNICEF.

Oft er gott að byrja samræðu á því að teikna, segja sögu eða með því að gera eitthvað saman bendir Barnahjálpin á segir að ekki eigi að gera lítið úr eða sniðganga áhyggjur þeirra. „Viðurkennið tilfinningar þeirra og segið þeim að það sé eðlilegt að óttast slíka hluti.“

Að vera heiðarlegur en ábyrgur

Talað við börn um kórónaveiru
Talið við börnin. Mynd: UNICEF

Börn eiga rétt á sönnum upplýsingum hvað sem á gengur en fullorðnir bera ábyrgð á að hlífa þeim við álagi.

„Talið við þau á viðeigandi hátt miðað við aldur þeirra, fylgist með viðbrögðum þeirra og verið á varðbergi við kvíða þeirra,“ hvetur UNICEF til.

Og ef þið getið ekki svarað spurningum ekki geta ykkur til heldur lítið td.á vefsíður UNICEF og WHO.

Að kenna varnir   

Ein einfaldasta leið til að hjálpa börnum að verjasdt COVID-19 er einfaldlega að hvetja þau til að þvo hendurnar.

Það þarf ekki að vera ógnvekjandi samtal og það er hægt að létta lundina með þvi að fara að dæmi Víetnama eins og sést á myndbandinu efst í greininni.

Sýnið börnunum hvernig rétt er að hnerra eða hósta í olnbogann. Brýnið fyrir þeim að láta vita ef þau eru með hita eða finna fyrir öndunarörðugleikum.

Að róa börnin

Kórónaveira
Börn þvo sér um hendur. Mynd: UNICEF

Börn sjá myndir í sjónvarpinu eða á netinu og þau geta talið sig vera í brýnni hættu.

Reynið alltaf að gefa þeim tækifæri til að leika og slake á, hvenær sem það er hægt.

„Haldið fast, eins og kostur er, í venjur og tímasetningar, sérstaklega áður en þau fara í háttinn eða ef þið hafið flutt ykkur um set, skapið nýjar í nýju umhverfi,“ segir UNICEF.

Ef kórónaveiran skýtur upp kollinum í nágrenninu, segið börnunum að ekki sé líklegt að þau veikist og margt fullorðið fólk vinni hörðum höndum að því að tryggja öryggi fjölskyldunnar.  Ef bornin veikjast, útskýrið að það sé best að vera heima og jafnvel þótt það sé erfitt, beri öllum að fylgja reglum sem gerðar erut til að tryggja öryggi allra.

Að berjast gegn fordómum

Það er mikilvægt að ganga úr skugga um að börnin hvorki verði fyrir né taki þátt í einelti tengdu kórónaveirunni.

Skýrið út að veiking hafi ekkert með það að gera hvernig fólk lítur út, hvaðan það kemur, eða hvaða tungumál það tali. Biðjið barnið að láta fullorðna vita ef þau verða var við einelti eða uppnefni í þessu sambandi.

Að sýna vinsemd

UNICEF mælir líka með því að segja sögur af því að heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn vinni hörðum höndum að því að stöðva faraldurinn, til að þess að börnin átti sig á að fólk hjálpi hverju öðru og sýni góðvild og æsku.

„Það getur falist mikil huggun í því að vita að fólk láti gott af sér leiða.“

Að sinna sjálfum sér 

Börn eru næm fyrir viðbrögðum ykkar við fréttum. Það hjálpar börnum ykkar ef þið sinnið sjálfum ykkur og látið þau finna að hafið stjórn.

„Finið tíma til að gera hluti sem hjálpa ykkur við að slaka á og safna kröftum,“ leggur UNICEF áherslu á.

Vandið ykkur við að ljúka samtali 

Það er mikilvægt að skilja barnið ekki eftir í uppnámi. Fylgist því með líkamstjáningu þess þegar þið ljúkið samtölum, til að meta kvíðastigið. Sem dæmi um þetta má nefna hvort þau andi eðlilega og tónfallið sé venjulegt.

„Minnið börnin á að þau geti alltaf talað við ykkur. Látið þau finna væntumþykju ykkar, að þið hlustið og að þið eruð til staðar hvenær sem þau eru áhyggjufull.“

Börn og kóróna-faraldurinn
Börn geta fyllst kvíða og mikilvægt að tala við þau. Mynd UNICEF