Fjöldi hungraðra tvöfaldast á þremur árum

0
417
Alþjóðlegi matvæladagurinn
Mynd: WFP

Alþjóðlegi matvæladagurinn. Fjöldi þeirra sem líða hungur hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu þremur árum. Nærri ein milljón manna býr við hungursneyð þar sem dauði er daglegt brauð. Hvorki fleiri né færri en þrír milljarðar manna hafa ekki ráð á heilnæmum mat.  Ljóst er að við ramman reip er að draga,  þegar haldið er upp á Alþjóðlega matvæladaginn 16.október 2022.

Alþjóðlegi matvæladagurinn
Alþjóðlegi matvæladagurinn

En þessu til viðbótar hefur COVID-19 faraldurinn, loftslagsváin, umhverfisspjöll, átök og vaxandi ójöfnuður bæst á þessa óáran.

Enn er ógetið stríðsins í Úkraínu sem hefur valdið hækkun matvæla-, áburðar- og orkuverðs.

Nægur matur til 

„En við getum snúið þessari þróun við, ef við tökum höndum saman,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlega matvæladeginum.  „Í ár eru til næg matvæli til að brauðfæða alla heimsbyggðina.“

Vandinn snýst um aðgang að og framboði af heilnæmum mat. Þarna setja í vaxandi mæli áskoranir á borð við COVID-19, átök, loftslagsbreytingar, ójöfnuður, hækkandi verð og alþjóðleg spenna, strik í reikninginn. Fólkið í heiminum líður fyrir dómínó-áhrif ýmissa þátta sem þekkja engin landamæri.

Flestir fátækra eru í dreifbýli

Alþjóðlegi matvæladagurinnRúmlega 80% örsnauðra í heiminum búa í dreifbýli og stunda landbúnað og nýta náttúruauðlindir sér til lífsviðurværis. Þetta fólk verður yfirleitt harðast úti þegar náttúruhamfarir og hamfarir af mannavöldum eru annars vegar. Oft er þetta fólk jaðarsett vegna kyns, uppruna eða stöðu. Margar hindranir eru í vegi fyrir því að fólkið hafi aðgang að þjálfun, fjármagni, nýsköpun og tækni.

Þema Alþjóðlega matvæladagins í ár er „Skiljum engan eftir. Betri framleiðslu, betri næringu, betra umhverfi og betra líf.”

„Við getum í sameiningu snúíð við blaðinu frá vonleysi til vonar og aðgerða,“ segir Guterres í ávarpi sínu.