Indverjar að verða fjölmennasta þjóð heims

0
154
Indland Kína
Indland. Mynd: Andrea Leopardi/Unsplash

Mannfjöldi. Indland skýtur Kína ref fyrir rass og verður fjölmennasta ríki heims á næstu dögum. Samanlagt býr rúmlega þriðjungur átta milljarða jarðarbúa í löndunum tveimur.

Við lok aprílmánaðar er búist við að íbúafjöldi Indlands nái einum milljarði, fjögur hundruð tuttugu og fimm milljónum, sjö hundruð sjötíu og fimm þúsund og átta hundruð og fimmtíu.

Þetta er heldur meira en mesti íbúafjöldi Kína sem var 1.4 milljarðar á árinu 2022.

„Íbúafjöldi Kína náði hámarki 2022 og er byrjaður að dragast saman,“ sagði John Wilmoth yfirmaður mannfjöldadeildar Sameinuðu þjóðanna.

Kínverjar 1 milljarður fyrir aldamót

Indland Kína
Kínverjum fer fækkandi. UN-Habitat/Julius Mwelu

„Því er spáð að Kínverjum fækki og fjöldi þeirra verði minni en einn milljarður fyrir lok aldarinnar.“

Árið 1971 var frjósemisstuðulinn álíka hár í ríkjunum tveimur, eða rétt tæplega sex börn á hverja konu.

Við lok áttunda áratugarins hafði frjósemi Kínverja minnkað um helming og hver kona fæddi þrjú börn að meðaltali. Hins vegar tók það Indland þrjá áratugi til viðbótar að minnka frjósemi landsmanna.

Árið 2022 var svo komið að frjósemisstuðull Kínverja var með því lægsta í heimi. Hver kona eignaðist 1.2 börn að meðaltali á æfinni, að því er fram kemur í yfirlitsskýrslu Sameinuðu þjóðanna um íbúafjölda heimsins. Ástæðan er fyrst og fremst sú stefna yfirvalda að takmarka barneignir hverrar fjölskyldu við eitt barn. Sú stefna var við lýði frá lokum níunda áratugarins til 2016.

Núverandi frjósemisstuðull Indlands, tvær fæðingar á hverja konu, er fyrir neðan sem þarf til að íbúafjöldi haldist stöðugur til langs tíma að brottfluttum frátöldum, segir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna.