Minnsti hafís við Suðurskautslandið frá upphafi mælinga

0
171
Skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um 2022
Nærri Fílaeyju við Suðurskautslandið. Mynd: Godot13- Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

Loftslagsbreytingar. Meðalhitastig í heiminum undanfarin átta ár er það hæsta frá upphafi mælinga að því er fram kemur í skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) um veðurfar ársins 2022.

Yfirborð og hitastig sjávar hefur aldrei verið hærra og búast má við að sú þróun haldi áfram um aldir. Á sama tíma hafa jöklar í Evrópu aldrei rýrnað jafnmikið og hafís við Suðurskautslandið hefur aldrei mælst minni.

Skýrsla Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar
Jökulá við Morteratsch-jökul í Graubünden í Sviss. Mynd:
Ximonic (Simo Räsänen) Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

Í skýrslu WMO (The State of the Global Climate 2022) kemur fram að árin 2015-2022 voru átta heitustu ár frá því mælingar hófust þrátt fyrir kælandi áhrif La Niña hafstraumsins undanfarin þrjú ári.

„Fólk víða um heim hefur orðið fyrir barðinu á öfgafullum veður- og loftslagsatburðum. Á sama tíma eykst losun gróðurhúsalofftegunda og loftslagið heldur áfram að breytast,“ segir Petteri Taalas forstjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar. „Sem dæmi má nefna voru áframhaldandi þurrkar í Austur-Afríku, en úrkoma sló met í Pakistan og met-hitabylgjur voru í Kína og Evrópu. Þetta hafði áhrif á líf tuga milljóna manna, og olli fæðuóöryggi, uppflosnun fólks og eyðileggingin kostaði milljarða Bandaríkjadal.“

Skýrsla Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar
Flóð í Pakistan. UN Photo/WFP/Amjad Jamal

Allt árið stökktu veður- og loftslagstengdar hamfarir fólki á flótta. Að auki bitnuðu þær á þeim 95 milljónum sem nú þegar eru á flótta, að því er fram kemur í skýrslunni.

 Loftslagsbreytingar í tölum 2022

Þurrkar hafa verið langvarandi í austurhluta Afríku
Þurrkar hafa verið langvarandi í austurhluta Afríku. Eoghan Rice/ Creative Commons Attribution 2.0
  • Meðalhitastig á jörðinnni 2022 var 1.15 [1.02 til 1.28] °C hærri en að meðaltali 1850-1900
  • Árin 2015 til 2022 voru þau átta heitustu frá því mælingar hófust 1850. 2022 var fimmta eða sjötta heitasta árið.
  • Samþjöppun þriggja helstu gróðurhúsalofttegunda koltvísýrings, metans og nituroxíðs sló met árið 2021 – síðasta ár sem tölur liggja fyrir um.
  • Jöklar sem fylgst hefur verið stöðugt með um langan tíma rýrnuðu um 1.3 metra frá október 2021 til sama mánaðar 2022. Þetta er mun meiri rýrnu en að meðaltali undanfarna áratugi.

    Skýrsla Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar
    Genfarvatn. Mynd: Ank Kumar/Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0
  • Að mati Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hafa jöklar í heiminum tapað álíka vatnsmagni og 75 Genfarvötn- stærsta stöðuvatni Evrópu (einnig nefnt Lehman-vatn)
  • Jöklar á Íslandi og í Norður-Noregi bættu þó heldur við sig vegna mikillar úrkomu og hlutfallslega svals sumars.
  • Grænlandsjökull rýrnaði 26.árið í röð.
  • Skýrsla Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar
    Jungfrau í Sviss. Mynd: Jphoto / Public domain.
  • Bráðnunn evrópsku Alpanna var meiri en nokkru sinni fyrr. 6% jökla í Sviss bráðnuðu frá 2021 til 2022. Þeir rýrnuðu um þriðjung frá 2001 til 2022.
  • Hafís við Suðurskautslandið hefur aldrei verið minni en 25.febrúar 2022 og þakti næstum milljón ferkílómetrum minna svæði en að meðaltali á árunum 1991 til 2020.
  • Yfirborð sjávar hélt áfram að hækka að meðaltali árið 2022.