Indverskum konum nóg boðið

0
486

 

indland

9. júní 2014. Eftir voðaverkin nýverið hafa þúsundir indverskra kvenna sagt hingað og ekki lengra.

Fjölmargar konur í Madhya Pradesh-fylki hafa tekið höndum saman til að kerfjast réttar síns og betri lífskjara. Konurnar hafa stofnað „Shaurya Dal“ eða Herfylki hugrekkis til þess að berjast gegn heimilisofbeldi, spillingu og vannæringu. Verkefninu var komið á laggirnar að frumkvæði fylkisstjórnarinnar með stuðningi Alþjóðlega landbúnaðarþróunarsjóðsins (IFAD). Verkefnið ( Tejaswini Rural Women’s Empowerment Programme ) snýst um þróun kvenna og nýtur góðs af aldarfjórðungs reynslu IFAD af nánu samstarfi við indversk stjórnvöld. Niðurstaðan er sú að sjálfs-hjálpar hópar séu öflugt tæki til þess að bæta lífskjör fátækra heimila.

Konur í 2733 þorpum í Madhya Pradesh hafa stofnað nefdnir með forkólfum á hverfjum stað til þess að skora félagsleg viðhorf til kvenna á hólm og leita samfélagsbundinna lausna. „Hér er við svo mörg vandamál að glíma – kynbundið ofbeldi, fjárhættuspil, alkhólismi, barnabrúðkaup. Stundum er besta lausnin ekki að treysta á löggæslu heldur að nota samfélagslegan þrýsting til að leysa vandamál,“ segir Manoj Nayak, ein af stjórnendum verkefnisins.

Í þorpinu Narayanpura í Chhatarpur héraði hljóp verkefnið undir bagga með konu sem missti fjórtán ára gamlan frænda sinn. Nágranni réð hann af dögum og hjó af honum fingur, tung og tær fyrir þær sakir einar að stela örlitlu korni. Staðarlögreglan vildi ekkert af þessu vita vegna þess að hinn myrti var af lágri erfðastétt. Herfylki hugrekkisins tók til sinna ráða og konur lögðust á götuna og stöðvuðu umferð um þjóðvegi.

Herfylkinu tókst líka að herja út bættan mat í skólum þar sem vannærðum börnum var boðið upp á óæt hrísgrjón. „Þetta var þriggja ára barátta…kennari henti eitt sinn í okkur glóandi kolum en við gáfumst ekki upp,“ Usha Bano, úr Herfylkinu hugrakka. Þær hafa einnig stökkt drykkju- og spilavítum á brott úr þorpinu, byggt salerni svo konur þurfi ekki að ganga tvo kílómetra til að ganga örna sinna; stöðvað barnabrúðkaup. Þær hafa hafið herferð til að hreinsa stífluð skolpræsi sem ógna heilsu barnanna.

Konur á Indlandi eru oft fórnarlömb barnabrúðkaup, ólæsis og heimilisofbeldis. Þær eru hægt og sígandi að ná tökum á lífi sínu og dætra sinna. Með samskotum og smálánum hefur þeim tekist að opna bakarí og snyrtistofu og skapað þannig vinnu fyrir konur. Nýlegar árásir á indverskar konur hafa undirstrikað nauðsyn félagslegra breytinga og kjarks til að grípa til aðgerða eins og þeirra sem Herfylkið hefur gripið til. „Við verðum að binda endi á þessar óásættanlegu, óþolandi verknaði,“ segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Ofbeldi gegn konum er friðar- og öryggismál. Það er mannréttindamál. Það er þróunarmál.“