Inés Alberdi skipuð forstjóri UNIFEM

0
479

8. apríl 2008. Inés Alberdi frá Spáni hefur verið skipuð forstjóri í stað Noeleen Heyzer sem skipuð var forstöðumaður Efnahags og félagsmálanefndar Asíu og Kyrrahafs á síðasta ári.

Forstjóri Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) skipaði Alberdi í embættið að höfðu samráði við framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og samráðsnefnd Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur.

Alberdi hefur meir en aldarfjórðung starf að baki í jafnréttis og þróunarmálum og stjórnmálum. Hún sat í borgarstjórn Madrid frá 2003 til 2007. Áður starfaði hún sem sérfræðingur í jafnréttismálum hjá Evrópusambandinu. Hún hefur einnig starfað sem forstöðumaður rannsókna við Rannsóknarmiðstöð Spánar í félagsfræði og sem ráðfjafi um konur og þróunarmál við Inter-American Development Bank. Hún er höfundur fjölmargra bóka um stöðu kvenna. 
 
Inés Alberdi lauk doktorsprófi í félagsfræði við Complutense háskólann í Madrid en þar hefur hún einnig starfað sem professor í félagsfræði