IPCC: Ekkert hlé á hlýnun jarðar

0
488

 glacier

27.september 2013. Ekkert lát er á hlýnun jarðar sem er óyggjandi af mannavöldum segir í umfangsmikili alþjóðlegri úttekt sem 110 ríkisstjórnir samþykktu á föstudag í Stokkhólmi.

Skýrslu IPCC, Milliríkjavettvangs um loftslagsbreytingar, hefur verið beðið með eftirvæntingu enda uppskar stofnunin friðarverðlaun Nóbels fyrir síðustut úttekt sína árið 2007. 250 vísindamenn allstaðar að hafa unnið að útttektinni en þar segir að líkurnar á að hlýnun jarðar sé af mannavöldum sé 95 til 100 prósent.

 Hér er hnykkt á niðurstöðum skýrslunnar 2007 því þá var orðalagið að þetta væri “ótvírætt” og líkurnar 90%.

“Því er spáð að hitastig yfirborðs jarðar muni hækka um 1.5°C á 21.öld miðað við árin 1850 til 1900 í öllum nema einu reiknilíkani en í tveimur hæstu líkönum er spáð meir en 2°C hækkun hitastigs,” segir Thomas Stocker, einn formanna IPCC. “Búast má tíðari og lengri hitabylgjum. Eftir því sem hitinn eykst mun úrkoma aukast á votviðrasömum svæðum en að sama skapi mun hún minnka á þurrum svæðum, þótt dæmi verði um undantekningar,” bætti hann við.
Í skýrslunni er slegið föstu að ógnir loftslagsbreytingar hafi ekki minnkað og ekkert “hlé” hafi orðið á hlýnun. Varasamt sé að líta til þróunar fárra ára vegna náttúrulegra sveiflna.

Komist er að þeirri niðurstöðu að til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingum þurfi að draga verulega og varanlega úr losun koltvíserings (CO2) og annara gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segist hafa “þungar áhyggjur” af niðurstöðunum.
“Framkvæmdastjórinn hvetur öll ríki til þess að leggjast á eitt til þess að komast að bindandi samkomulagi fyrir 2015 og grípa til skjótra aðgerða til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga,” segir í yfirlýsingu frá talsmanni Ban.

Nokkur lykilatriði í skýrslunni:

• Meðalhiti á jörðunni mun að líkindum aukast um 0.3°C til 0.7°C miðað við fyrir iðnvæðingu heimsins, á árunum 2016-2035. Meðaltalshiti á árunum 2081-2100 mun að líkindum hafa aukist um 1.5°C eða jafnvel 2°C (eftir því hversu losun CO2 verður mikil).
• Hver síðustu þriggja áratuga hefur verið hlýrri en allir fyrri áratugir frá 1850.
• Fyrsti áratugur 21.aldarinnar var sá hlýjasti sem um getur á norðurhveli jarðar.
• Hitabylgjur verða að líkindum tíðari í stórum hlutum Evrópu, Asíu og Ástralíu.
• Yfirborð sjávar hefur að meðaltali hækkað um 19 sentímetra frá 1901 til 2010 vegna hlýnunar sjávar og bráðnunar jökla og ísbreiðna. Hækkun yfirborðsins tók kipp á árunum 1993 til 2010 og er líklegt að sú aukning haldi áfram alla 21.öldina og framvegis.
• Mjög líklegt er að Norður Íshafið muni halda áfram að dragast saman. Í sumum líkönum er gert ráð fyrir íslausu Norður Íshafi frá og með miðri þessari öld.
• Frá og með 2100 munu jöklar hafa að rúmmáli minnkað um allt að 35-85%, samkvæmt einu líkani.

Vísindaskýrsla Fimmtu úttektar IPCC var þrjú ár í vinnslu og tóku 250 vísindamenn úr öllum heimshornum þátt í starfinu.

Please hyperlink Press Release:

Please hyperlink: in bold: asssessment: in the first paragraph

http://ipcc.ch/report/ar5/wg1/#.UkXW4xaC9UQ