Ísland í hópi aðeins 7 ríkja heims þar sem andrúmsloftið er heilnæmt

0
10
Loftgæðin á Íslandi eru á meðal tíu bestu í heimi. Mynd: Unsplash/Ricky Kharawala
Loftgæðin á Íslandi eru á meðal tíu bestu í heimi. Mynd: Unsplash/Ricky Kharawala

Loftmengun. Ísland á meðal aðeins 10 ríkja þar sem andrúmsloftið er heilnæmt  Ísland er á meðal aðeins tíu ríkja þar sem íbúarnir geta andað að sér heilnæmu lofti.  Í nýrri úttekt Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kemur fram að nærri öll heimsbyggðin (99%) verður að láta sér nægja andrúmsloft, sem ekki stenst kröfur  heilbrigðisstaðla.  

Tvö Norðurlandanna, Finnland auk Íslands, eru á top 7 listanum yfir gott andrúmsloft. Í öllum öðrum ríkjum er loft mengaðara en hollt getur talist samkvæmt vegvísi WHO. Lág- og meðaltekjuríki koma verst út úr úttektinni

Loftgæðin í Finnlandi eru á meðal tíu bestu í heimi. Mynd: Unsplash/Hendrik Morkel

Loftgæðin í Finnlandi eru á meðal tíu bestu í heimi. Mynd: Unsplash/Hendrik Morkel

Í sjöttu ársskýrslunni um Andrúmsloftið í heiminum koma fram uggvænlegar upplýsingar um ástandið í menguðustu ríkjunum. Aðeins sjö ríki uppfylla staðla WHO: Ástralía, Eistland, Finnland, Grenada, Ísland, Maritíus og Nýja Sjáland. Á heildina litið er þó andrúmsloftið hreinna í heiminum en áður, en á ákveðnum svæðum hefur það versnað til muna.

Loftmengun innan- og utanhúss veldur öndunarfærasjúkdómum. Mynd: Unsplash/Chris Robert
Loftmengun innan- og utanhúss veldur öndunarfærasjúkdómum. Mynd: Unsplash/Chris Robert

Indlandsskagi mengaður

WHO mælir með því að innan við fimm míkrógrömm af öreindum séu í hverjum rúmmetra lofts. Í menguðustu ríkjunum er meir en tíu sinnum meira magn en mælt er með. Mengaðasta loftið er í ríkjum í suður og suðaustur Asíu; Bangladesh, Indlandi, Pakistan og Tadjikistan.

Einkum er það umferð, iðnaður og kolabruni sem mengar loftið. Til viðbótar má nefna að loft er slæmt þar sem fólk brennir við og dýraúrgang til að elda og halda á sér hita.

Tölur WHO sýna að nærri öll heimsbyggðin verður að gera sér að góðu loft sem telst mengað samkvæmt stöðlum stofnunarinnar. Mynd: Unsplash/Kristen Morith
Tölur WHO sýna að nærri öll heimsbyggðin verður að gera sér að góðu loft sem telst mengað samkvæmt stöðlum stofnunarinnar. Mynd: Unsplash/Kristen Morith

Koma má í veg fyrir 80% dauðsfalla

WHO telur að koma megi í veg fyrir nærri 80% dauðsfalla af völdum loftmengunar (of mikils magns af PM₂.₅) ef núverandi loftmengun héldist innan markanna í síðasta vegvísi stofnunarinnar.

Talið er að á hverju ári megi rekja snemmbær andlát sjö milljóna manna til loftmengunar. Loftmengun hefur áhrif á nokkur Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun, sérstaklega þó númer 3 um góða heilsu og númer sjö um hreina orku, auk undirmarkmiðs númer 11 um bætt loftgæði í borgum.