Ísraelar daufheyrast

0
504

765295598 804f73c5fa z

6. júní 2014. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þungum áhyggjum af áætlunum Ísraela um að byggja 1.400 nýbyggingar á hernumdu svæði á Vesturbakka Jórdanar, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.

Útboð er hafið í tengslum við byggingarnar. Austurhluti Jerúsalem er á meðal svæðanna sem Ísraelar hafa hersetið frá árinu 1967.

“Sameinuðu þjóðirnar hafa þrásinnis ítrekað að íbúðabyggingar landnema á herteknum svæðum eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum,” segir í yfirlýsingu sem gefin er út af talsmanni Ban Ki-moon.

Landnám hefur aukist hröðum skrefum á öllum svæðum sem Ísraelar hafa hersetið svo áratugum skiptir. Sífellt fleiri leyfi eru gefin til að gera eignir og land Palestínumanna upptæk,

Ísraelar skella skolleyrum við gagnrýni og hvatningum um að fara að alþjóðalögum.

Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt fleiri aðgerðir Ísraela, þar á meðal fangelsinar sem byggðar eru á stjórnsýslulegum tilskipunum. Meir en fimm þúsund Palestínumenn eru í haldi á slíkum forsendum og margir þeirra vita ekki einu sinni fyrir hverjar sakir.

Hundruð fanga hafa farið í hungurverkfall til að krefjast eðlilegrar málsmeðferðar, sumir svo mánuðum skiptir. Að minnsta kosti 75 fangar hafa verið fluttir á sjúkrahús af þessum sökum.