Ísraelar gagnrýndir fyrir að grafa undan friðarviðleitni

0
520
The home of a Palestinian family in the West Bank demolished by the Israeli authorities on 4 July 2016. Photo UNRWA

The home of a Palestinian family in the West Bank demolished by the Israeli authorities on 4 July 2016. Photo UNRWA

5.júlí 2016. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt Ísrael fyrir að eyðileggja heimili Palestínumanna og fyrir að halda áfram að byggja hús fyrir ísraelska landnema.
Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í yfirlýsingu í gær ákvörðun Ísraelsstjórnar að halda tiil streitu áætlun um nýjar húsbyggingar á vesturbakka Jórdanar og í Austur-Jerúsalem og hvatti Ísrael til að stöðva og draga til baka slíkar ákvarðanir í þágu friðar og réttláts loka-samkomulags.

„Aðalframkvæmdastjórinn gagnrýnir harðlega ákvörðun ísraelskra yfirvalda um að hraða áætlunum um að byggja 560 húseiningar í byggðinni Maale Adumim á Vesturbakkanum og 240 húseiningar í nokkrum byggðum í hersetnum hluta Austur-Jerúsalem,” sagði talsmaður Ban í yfirlýsingu.

Ákvarðanirnar voru tilkynntar aðeins nokkrum dögum eftir að hinn svokallaði Mið-Austurlanda kvartett (Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar) höfðu gefið út skýrslu þar sem farið er yfir hindranir í vegi fyrir svokallaðri tveggja ríkja lausn.

„Aðalframkvæmdastjórinn er sérlega vonsvikinn yfir því að tilkynningin kemur aðeins fjórum dögum eftir að Mið-Austurlanda kvartettinn hvatti Ísrael til að stöðva húsbyggingar landnema og útþenslu byggða á herteknum svæðum,” sagði talsmaðurinn.

Þá staðfesti Palestínuflóttamannahjálpin (UNRWA) að Ísrealer hefðu jafnað við jörðu tvö heimili í skjóli nætur í Qalandia flóttamannabúðunum á herteknu svæði á Vesturbakkanum.

„Eyðilegging heimila er sameiginleg refsing sem er bönnuð samkvæmt alþjóðalögum,” segir Chris Gunnes, talsamður UNRWA. „Fólki er refsað sem hefur ekkert að gera með þær aðgerðir sem refsað er fyrir og setur auk þess líf og eignir fólks í nágrenninu í hættu”.

Mynd: Heimili palestínskrar fjölskyldu sem var eyðilagt 4.júlí af ísraelskum yfirvöldum. Mynd:UNRWA