SÞ skipa dýra-sendiherra

0
558
Panda

Panda

4.júlí 2016. Tveir panda-bjarnarungar hafa verið útnefndir sérstakir sendiherrar Sameinuðu þjóðanna.

Það er UNDP (Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna) sem hefur tilfnefnt tvíbura pöndur frá Chengdu í Kína  í tengslum við herferð sem kennd er við dýra-sendiherra. Þátttakendur í herferðinni eru 20 dýragarðar í 13 ríkjum sem ætla að taka saman höndum um að koma á framfæri málstað Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna (SDGs).

Hluti herferðarinnar er samkeppni um að gefa pöndunum litlu nöfn og að gera 30 sekúndna myndband til að segja frá hvaða markmið er þátttakendanum hugstæðast og af hverju. Bjarnarungarnir eru báðir karlkyns og fæddust í sömu viku í september á síðasta ári ári og veraldarleiðogar samþykktu Sjálfbær þróunarmarkmið til næstu fimmtán ára á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

panda3Sustainable Development Goals Icelandic RGB 01Sigurvegarar í keppninni munu vinna ferð til Chengdu í Kína, en þar eru heimkynni risapöndunnar. Auk þess verður skipulögð ferð um Sichuan hérað til að kynnast fátækt frá fyrstu hendi, en fyrst í röðinni af Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum er uppræting fátæktar.

Pöndur tengjast markmiðunum einnig með þeim hætti að þær hafa orðið tákn í heiminum um þann vanda sem steðjar að lífríkinu og fjölbreytni þess. Dýraríkið á undir högg að sækja vegna loftslagsbreytingar og missis lands sem verið hefur Sustainable Development Goals1 Icelandic RGB 150000heimkynni dýra. Varðveisla fjölbreytni lífríkisins er hluti af sjálfbæra þróunarmarkmiði númer 15.