Jemen: niðurtalning í hamfarir

0
528
Móðir og barn á sjúkrahúsi í Sana´a í Jemen.© UNICEF/Moohialdin Fuad

Hungrið í Jemen sverfur nú svo að að landið „rambar á barmi hamfara“. Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna segja að nýjar upplýsingar bendi til að fæðuóöryggi hafi aldrei verið meira.

17.4 milljónir Jemenbúa teljast glíma við fæðuóöryggi. Það þýðir að fólkið fái ekki reglulegar máltíð vegna skorts á fé eða öðrum úrræðum. Þá er búist við að þeim fjölgi um 1.6 milljón á næstu mánuðum sem glíma við „hungur á neyðarstigi.“ Búist er við sú tala verði orðin 7.3 milljónir fyrir árslok.

Hungursneyð

Barn fær fæðubótarskammt hjá WFP í Mokha í Jemen. © WFP/Hebatallah Munassar

Hjálparstarfsfólk hefur þungar áhyggjur af því að þeim sem eru í kloma „hamfara“ stigs hungursneyðar fjölgi úr 31 þúsund núna í 161 þúsund fyrir árslok.

„Þessar hræðilegu tölur staðfesta að nú er niðurtalning í hamfarir í Jemen og tími til að koma i veg yfirr þetta er á þrotum,“ segir David Beasly forstjori Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).

„Ef ekki verður að gert og við getum aflað umtalsverðs fjár blasir sultur og hungursneyð við. Ef við grípum nú þegar í taumana, er enn hægt að koma í veg fyrir hörmugnar og bjarga milljónum mannslífa.

Bardagar um Marib

Átök eru á milli stjórnarhers Jemen og Ansar Allah aðskilnaðarsinna sem oft eru kallaður Houthi. Barist er um olíuauðugu borgina Marib. Hans Grundberg sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur lokið fyrstu viku viðræðna við deilendur, en barist hefur verið í landinu frá 2015.

Á morgun miðvikudaginn 16.mars verður haldin söfnunarráðstefna um neyðarástandið í Jemen (High-Level Pledging Event on the Humanitarian Crisis in Yemen)