Kolefnisfótspor notað við mat á þróun

0
710
Lífsgæðaskýrsla SÞ
Lance Asper/Unsplash

Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kynnt nýjan lífsgæða staðal þar sem tekið er tilllit áhrifa mannsins á plánetuna. Lífsgæðaskýrsla Sameinuðu þjóðanna (Human Development Report) var kynnt formlega í gær á fundi í Stokkhólmi sem haldinn var í samvinnu við sænsku stjórnina.

Lífsgæðaskýrsla SÞ Í skýrslunni er kynntur til sögunnar nýr staðall sem liggur til grundvallar lista yfir ríki sem njóta mestra lífsgæða í heiminum. Þeir þættir sem hefur verið tekið til  hingað til hafa verið auður ríkja sem þjóðarframleiðsla mælir.  Auk þess hefur tillit verið tekið til heilsugæslu, menntunar, jafnréttis og lífslíka svo eitthvað sé nenft. Nú eru þessir þættir vegnir og metnir með tilliti til álagsins sem plánetan má þola.

4000 kynslóðir lifðu fyrir iðnbyltingu

Achim Steiner forstjóri UNDP  fygldi skýrslunni úr hlaði. Hann sagði að svokölluð mannöld væri runnin upp. Hún einkenndist af því að mannkynið  ætti í stríði við sig sjálft.

Lífsgæðaskýrsla SÞ
Achim Steiner. UN Photo/Eskinder Debebe

„Fjögur þúsund kynslóðir lifðu og dóu áður en losun kolvísýrings hófst af völdum iðnbyltingarinannar. Þeir sem ákvarðanir taka halda áfram að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti og viðhalda kolefnisfíkn okkar sem rennur eins og eiturlyf í æðakerfi efnahagslífsins,“ sagði Steiner.

 

Á nýja Lífsgæðalistanum (Human development Index) færast Noregur, Finnland og Ísland umtalsvert niður listann þegar búið er að taka tillit til kolefnissporsins.  Danmörk og Svíþjóð færast hins vegar upp.

Auk Achims Steiner voru Victoria krónprinsessa Svía og Stefan Löfven gestjafar kynningar skýrslunnar. Þeim til fulltingis Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku og Mia Amor Motley forsætisráðherra Barbados.

Risaeðlurnar vissu ekki hvað grandaði þeim

Lífsgæðaskýrsla SÞ
Erwin Doorn/Unsplash

Motley gagnrýndi þjóðartekjur (GDP) sem mælikvarða á þróun. „Það er eins og að líta á blóðþrýsting minn fyrir tveimur árum til að meta líkur á því að ég fái hjartaáfall eða heilablóðfall í dag,“ sagði hún. „Risaeðlurnar vissu ekki um smástirnin sem grönduðu þeim. Við höfum nú, árið 2020, vitneskju um um að virkni sjálfs mannsins er að eyðileggja plánetuna og við stöndum nú á tímamótum.“

Einn af skýrsluhöfundum  Pedro Conceição minnti á nokkrar tölulegar staðreyndir á fundinum.

  • Margir standa félagslega höllum fæti í ríkjum sem glíma við mikinn umhverfisvanda.
  • Frá og með næstu aldamótum, 2100, er talið að dögum þar sem öfgakennt hitastig ríkir muni fjölga mest í ríkjum neðarlega á lífsgæðalistanum.
  • Af meir en 60 ríkjum sem töldust í hópi hinna mest þróuðu voru aðeins 10 eftir þegar tillit hafði verið tekið til kolefnisspors.

Þá minnti Conceição á innbyrðistengsl ójöfnuðar og loftslagsbreytinga.

Loftslagsaðgerðir ekki á kostnað hagvaxtar

Andrea Meza Murillo Orku- og umhverfisráðherra Costa Rica tók þátt í pallborðsumræðum. Hann lagði áherslu á að það væri rangt að fórna yrði hagvexti á altari aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Í Costa Rica hefðu háir skattar vrið lagðir á jarðefnaeldsneyti, eigendum skóglendis verið bættur skað og bannað að breyta nýtingu lands í náttúrulegu skóglendi.