Ísland og Noregur hrynja niður lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna

0
912
Jacek Dylag/Unsplash

Ísland fellur um 26 sæti á nýbirtum lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna þegar tillit er tekið til umhverfisþátta. Noregur sem hefur trónað efst á listanum um árabil, hefði haldið sæti sínu en vegna hins háa kolefnisfótspors flytjast Norðmenn niður um fimmtán sæti í hið sextánda.

LífsgæðalistFinnland vermir þrítugasta sætið með Íslandi en hefði verið  í því ellefta. Danmörk færist upp um fimm sæti, úr tíunda í fimmta og Svíþjóð úr sjöunda í sjötta.

Skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um “mannlega þróun” er nú birt í þrítugasta skipti. Í henni er að finna lista sem oft er kallaður lífsgæðalisti. Þar hefur jöfnum höndum verið tekið tillit til þjóðarframleiðsla sem og annara þátta á borð við menntun, heilbrigðisþjónustu, jafnrétti kynjanna og jöfnuð.

Nú er tekið tillit til þess álags sem lífsgæðin valda plánetunni með neyslu og kolefnisfótspori.

Að teknu tillit til þessara þátta er niðurstaðan sú að Írland er efst á listanum. Ríki á borð við Ástralíu, Singapúr og Lúxemborg hrynja eða um 72, 93 og 131 sæti miðað við það sem verið hefði án tillits til kolefnisfótspors.

Ísland var númer 5 til 6 á síðasta lífsgæðalista og hefði flust upp í 4.sæti miðað við óbreyttar forsendur.

Skýrsla UNDP verður kynnt formlega í Stokkhólmi á fimmtudag. Skýrsluna má finna hér í heild, en listinn sem vitnað er til er á blaðsíðu 241.