Finnska sánan á heimsminjaskrá

0
758
Sána UNESCO
Mynd: TimoOK/flickr, cc by-nc-nd 2.0

Sánumenning Finna hefur verið færð inn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Finnska gufubaðið og allt sem því tengist er á listanum yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Sána UNESCO
Unsplash

Þar er sánan ekki í slæmum félagsskap. Meðal annara fyrirbæra má nefna indverskt jóga, Beijing-óperuhefðina, argentískan tango, tyrkneska kaffimenningu og persneska teppagerð. 

Með óáþreifanlegum menningararfi er átt við siði, tjáningu, sýningar, þekkingu og verklag. Það færist á milli kynslóða á ýmsan hátt, hvort heldur sem er í munnlegri geymd, í formi leiklistar, með helgisiðum, hátíðahöldum svo eitthvað sé nefnt.

Finnland undirritaði samning UNESCO um varðveislu óáþreifanlegs menningararfs árið 2013 og fljótlega eftir það hófst herferð fyrir viðurkenningu sánunnar

Borða, sofa og fara í sánu

SAUNA UNESCO
Photo: UNESCO

Varla er hægt að ofmeta mikilvægi gufubaðsins í finnskri menningu. Það er órjúfanlegur þáttur í daglegu lífi meirihluta Finna. Þeir hreinsa huga og líkama og öðlast innri friði í sánunni. Í raun og veru snýst gufubaðið fremur um hugarástand en athöfn eða hreinlæti.

Sánuhefðin skýtur upp kollinum aftur og aftur í finnskum sönglögum, goðafræði og sagnahefð. Fólk hefur fæðst í sánu, og rifist í sánu. En fólk hefur líkað endað líf sitt þar því líkamar látinna hafa stundum verið þvegnir í gufubaðinu fyrir síðasta sakramentið.

Þá hefur sánan verið sjálfsagður hluti af hátíðahöldum hvort heldur miðsumar-sánan eða jóla-sánan.

Sána UNESCO
Unsplash

UNESCO segir í fréttatilkynningu að finnska sánamenningin sé samofin náttúrunni.

„Samkvæmt hefði er sánan helgur staður „guðshús náttúrunnar“. Kjarni reynslunnar felst í löyly, anda eða gufu sem leysist úr læðingi þegar vatni er kastað á hitaða steina,” segir Mennignarstofnun Sameinuðu þjóðanna í tilkynningunni.

Stjórnarerindrekstur

Sána er þar að auki hluti af verkfærasetti finnskra stjórnarendreka um víða veröld. Og hluti af „vörumerkinu“ Finnland. Sánuferðir hafa verið notaðar jafnt til að greiða fyrir ákvörðunum i stjórnmála- sem viðskiptalifi í marga áratugi. Nærri öll finnsk sendiráð státa af sánu. Þar eru tengsl við framámenn á hverjum stað styrkt.

Martti Ahtisaari friðarverðlaunahafi Nóbels, fyrrverandi forseti og stjórnarerindreki á vegum Sameinuðu þjóðanna notaði sánuferðir í starfi sínu. Hann lét til sín taka um allan heim frá Afríku til Asíu og Tansaníu til Indónesíu. Þá er frægt að þáverandi forseti Finnlands Urho Kekkonen bauð sovéskri sendinefnd í sánu til að drepa á dreif beiðni um sameiginlegar heræfingar Finnlands og Sovétríkjanna.

Einstakt æði

UNESCO Sána
Unsplash

Talið er að 5.5 milljónir Finna búi yfir 3.3 milljónum gufubaða. Öllum Finnum standa því sánur til boða. Nærri 90% Finna fara í sánu að minnsta kosti einu sinni í viku. Laugardagur voru sánudagur en nú orðið fara Finnar í sánu alla daga vikunnar. Talið er þeir fari 200 milljón sinnum í sánu árlega.

Bæjarsánur lögðust af í finnskum borgum á sjötta áratug síðustu aldar. Hins vegar hafa opinberar sánur verið endurvaktar á síðustu árum þökk sé framtaki einstaklinga. Árið 2028 var opinbera sánan „Löyly” í Helsinki valin ein af flottustu stöðum heims í Time Magazine.

Finnska sánan er ekki eina gufubaðsmenningin á UNESCO listanum. Eistar fengu Võrumaa „reyk”-sánumenningu sína viðurkennda árið 2013. Sumir Finnar brugðust ókvæða við og töluðu

Sána Heimsminjaskrá
Unsplash

um „sánustuld”.  Sánur og alls kyns upphituð böð hafa verið þekkt á ýmum stöðum í heiminum frá örófi alda. Hins vegar nýtur finnska gufubaðið sérstöðu að því leyti að það hefur miðlæga stöðu í menningunni sem þrífst enn þann dag í dag. Af þessum sökum er óhætt að segja að ekkert skáki finnska sánaæðinu.

Auk heiðursins sem fylgir skráningunni á listann, er Finnlandi lögð sú skylda á herðar að að vernda sánamenningu sína í þágu framtíðarinnar.