Kynning á Sameinuðu þjóðunum

0
616

Spurningar og svör um sögu SÞ, um hugsunina á bak við tilurð SÞ. Auk upplýsinga um allt frá hvernig fulltrúar allsherjarþingsins eru valdir, til fjárframlaga SÞ og hvaða tungumál eru notuð innan SÞ.

Grundvallarupplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar.

 

 

 

unflag.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

{mospagebreak title=Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar?}

Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar?

Sameinuðu þjóðirnar eru sérstök samtök sjálfstæðra ríkja sem hafa sjálfviljug sameinast um að vinna að friði og að efnahagslegum og félagslegum framförum í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar voru formlega stofnaðar 24. október 1945 með þátttöku 51 ríkis. Í dag eru aðildarríkin orðin 193, en Suður-Súdan er nýjasta aðildarríki Sameinuðu þjóðanna (2011). Ekkert land hefur nokkru sinni sagt sig úr Sameinuðu þjóðunum. Indónesía hætti þátttöku tímabundið árið 1965 vegna ágreinings við nágrannaríkið Malasíu, en gerðist aftur aðili árið eftir.

Eru Sameinuðu þjóðirnar þá eins konar alheimsríkisstjórn?

Svo er nú ekki. Ríkisstjórnir koma fram fyrir hönd landa og þjóða. Sameinuðu þjóðirnar koma ekki fram fyrir hönd neinnar sérstakrar ríkisstjórnar eða þjóðar. Þær eru frekar eins konar félag fullvalda ríkja og geta aðeins gert það sem aðildarríkin vilja að þær geri. Eiginlega eru þær frekar eins konar alþjóðavettvangur þar sem sjálfstæð ríki hittast til að ræða heimsmál sem hafa áhrif á einstök lönd eða löndin í sameiningu.

Tilgangur Sameinuðu þjóðanna er fjórþættur:

 • Að viðhalda friði í heiminum;
 • Að þróa friðsamleg tengsli milli þjóða;
 • Að vinna í sameiningu að því að bæta lífskjör fátæks fólks, sigrast á hungri, sjúkdómum og ólæsi og að hvetja til virðingar fyrir gagnkvæmum réttindum og frelsi;
 • Að vera vettvangur til að hjálpa þjóðum að ná þessum markmiðum.

 

{mospagebreak title=Hafa Sþ lög eða reglur sem þær vinna eftir?}

 

Hafa Sameinuðu þjóðirnar lög eða reglur sem þær vinna eftir?

Já, Sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann inniheldur leiðbeiningar sem útskýra réttindi og skyldur sérhvers aðildarríkis og hvað þarf að gera til að ná þeim markmiðum sem þau hafa sett sjálfum sér. Þegar þjóð gerist aðili að Sameinuðu þjóðunum, samþykkir hún markmið og reglur sáttmálans. Fulltrúar 50 þjóða undirrituðu sáttmála Sameinuðu þjóðanna hinn 26. júní 1945 í San Francisco. Pólland sem gat ekki sent fulltrúa, undirritaði síðar, og varð því 51. upprunalegi aðili að Sameinuðu þjóðunum.

signing.jpg  
Hér skrifar fulltrúi Chile undir Sáttmála SÞ  

Bandaríkin, sem eru gistiþjóð Sameinuðu þjóðanna, voru beðin um að varðveita upprunalegt eintak sáttmálans, og er hann geymdur í Þjóðskjalasafninu í Washington, DC. Nákvæmt afrit sáttmálans er til sýnis í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

charter.jpg
Frumeintak af Sáttmála SÞ er varðveitt af gistiþjóð SÞ; Bandaríkjunum. Eintakið er geymt í Þjóðskjalasafninu í Washington DC. Nákvæmt afrit sáttmálans er til sýnis í aðalstöðvum SÞ í New York.
 

 

{mospagebreak title=Hvernig byrjuðu SÞ?}

Hvernig byrjuðu Sameinuðu þjóðirnar?

Hugmyndin að Sameinuðu þjóðunum fæddist á hinum þjáningarfullu dögum síðari heimstyrjaldarinnar (1939-1945). Milljónir manna höfðu látið lífið. Milljónir í viðbót voru heimilislausir. Borgir voru í rústum. Leiðtogar heimsins, sem höfðu tekið höndum saman um að stöðva styrjöldina, álitu að mikil þörf væri fyrir samtök sem gætu beitt sér fyrir því að koma á friði í heiminum og að koma í veg fyrir styrjaldir í framtíðinni. Þeim var ljóst að þetta var einungis mögulegt ef allar þjóðir heimsins gætu unnið saman innan alþjóðasamtaka. Sameinuðu þjóðirnar urðu þessi alþjóðasamtök.

          02-ROOSEVELT_WINSTON.jpg
  14. ágúst 1941. Franklín D. Roosevelt, forseti og Winston Churchill forsætisráðherra, á fundi um borð í breska herskipinu HMS Prince Wales „einhverstaðar á hafi úti“. Með þessum sögulega fundi voru stigin fyrstu sporin í átt að stofnun Sameinuðu þjóðanna.

Stofnun Sameinuðu þjóðanna – stutt yfirgrip

Sameinuðu þjóðirnar voru ekki byggðar upp á einni nóttu. Eftir margra ára skipulagningu urðu samtökin að veruleika. Svona var framvindan:

 • Þann 14. ágúst 1941, eftir leynilegan fund um borð í herskipi á Atlantshafinu, tilkynntu Franklín D. Roosevelt forseti Bandaríkjanna og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, áætlun um frið í heiminum. Þeir kölluðu þessa áætlun Atlantshafssáttmálann.
 • Þann 1. janúar 1942 hittust fulltrúar 26 landa í Washington DC. og undirrituðu Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þeir strengdu þess heit að vinna stríðið og samþykkja Atlantshafssáttmálann.
 • Í október 1943 hittust fulltrúar Kína, Sovétríkjanna, Bretlands og Bandaríkjanna í Moskvu og samþykktu að setja á stofn samtök þjóða til að varðveita frið að styrjöldinni lokinni. Þetta samkomulag var þekkt undir nafninu Moskvuyfirlýsingin.
 • Sumarið og haustið 1944, voru gerðar fyrstu endanlegu áætlanir fyrir alþjóðleg samtök á ráðstefnu í Washington, DC. Þessi fundur er oft kallaður Dumbarton Oaks ráðstefnan, af því að hann var haldinn á sveitasetri með þessu nafni.
 • Í febrúar 1945 héldu Roosevelt forseti, Churchill forsætisráðherra og leiðtogi Sovétríkjanna, Jósef Stalín, ráðstefu á Yalta, í Sovétríkjunum. Það var á þessari ráðstefnu sem þeir samþykktu hvaða kerfi skyldi notað við atkvæðagreiðslu í Öryggisráðinu. Á þessari ráðstefnu ákváðu þeir einnig að þjóðaráðstefnu skyldi halda í San Francisco.
 • Fulltrúar 50 landa tóku þátt í San Francisco ráðstefnunni (25. apríl – 26. júní 1945). Þeir gerðu drög að sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem þeir samþykktu einróma þann 26. júní, ásamt lögum fyrir hinn nýja Alþjóðadómstól.
 • Þann 24. október 1945 voru Sameinuðu þjóðirnar formlega stofnaðar; en þá hafði meirihluti stofnríkjanna, þar á meðal hinir fimm fastafulltrúar Öryggisráðsins, undirritað sáttmála Hinna sameinuðu þjóðanna og viðurkenndu hann opinberlega. Þess vegna er haldið upp á 24. október – afmælisdag Sameinuðu þjóðanna – sem Dag Sameinuðu þjóðanna um allan heim.

Nánari upplýsingar á ensku: www.un.org/aboutun

 

 

{mospagebreak title=Var þetta í fyrsta skipti sem svona samtök voru stofnuð?}
Var þetta í fyrsta skipti sem svona samtök voru stofnuð?

Nei. Þjóðabandalagið var stofnað 1919, eftir fyrri heimstyrjöldina. Megintilgangur þess, eins og Sameinuðu þjóðanna, var að varðveita frið í heiminum.

Til allrar óhamingju, tóku ekki allar þjóðir þátt í Þjóðabandalaginu. Bandaríkin voru t.d. aldrei aðilar að því. Aðrar þjóðir sem gerst höfðu aðilar að bandalaginu seinna hættu þátttöku, eða létu oft hjá líða að framfylgja samþykktum. Bandalagið hafði heldur ekkert vald til að fylgja ákvörðunum sínum eftir. Hnignun bandalagsins flýtti fyrir ferli árekstra sem leiddu til síðari heimstyrjaldarinnar. Þó að sjálft Bandalagið hafi misheppnast, var það þó kveikjan að draumi um alheimssamtök. Árangur þess urðu Sameinuðu þjóðirnar.

Hvaðan kom nafnið „Sameinuðu þjóðirnar“?

Forseti Bandaríkjanna, Franklín D. Roosevelt, stakk upp á nafninu Sameinuðu þjóðirnar. Það var fyrst notað opinberlega árið 1942, þegar fulltrúar 26 landa undirrituðu Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Á San Francisco ráðstefnunni samþykktu allir sem viðstaddir voru að nota nafnið sem Roosevelt forseti hafði stungið upp á, honum til heiðurs, en hann dó nokkrum vikum áður en sáttmálinn var undirritaður.

 

 

 

{mospagebreak title=Hvar eru aðalstöðvar SÞ?}

Hvar eru aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna?

Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru í New York. Á fyrsta fundi Alþjóðaráðstefnunnar, sem haldinn var í London, var ákveðið að fast aðsetur aðalstöðva samtakanna skyldi vera í Bandaríkjunum. Byggingarnar fjórar sem nú mynda aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru hin lágreista bygging Allsherjarþingsins; 39 hæða gler- og marmaraturn Aðalskrifstofunnar, lágreist rétthyrnd bygging meðfram ánni, sem hýsir ráðstefnubygginguna og Dag Hammarskjöld bókasafnið á suðvestur horni lóðarinnar.

Landsvæðið og byggingar Sameinuðu þjóðanna eru alþjóðlegt svæði. Það þýðir að Sameinuðu þjóðirnar hafa sinn eigin fána, sina eigin öryggisliða sem halda vörð á svæðinu og þær gefa út sín eigin frímerki.

UNbuilding_daylight.gif   Hverjir eiga aðalstöðvar SÞ?

Landsvæðið og byggingar SÞ eru alþjóðlegt svæði sem þýðir að þrátt fyrir það að byggingarnar eru á bandarískri jörð, eru öll aðildarríkin eigendur þeirra.

SÞ hafa sinn eigin fána og öryggisliða sem halda vörð á svæðinu.

SÞ reka eigin póstþjónustu og gefa út sín eigin fríkmerki. En þau er einungis notað í aðalstöðvunum í New York eða á skrifstofunum í Vín og Genf.

Bygging aðalstöðva Sameinuðu
þjóðanna í New York eins og hún lítur út í dag.
   


Byggingin sem reis upp úr sláturhúsi.

Þó að Allsherjarþingið hafi á fyrsta fundi sínum sem haldinn var í London árið 1945 ákveðið að staðsetja aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum var New York ekki fyrsta hugmynd nefndarinnar sem var beðin um að velja landsvæði. Nefndin kom með tillögu um borgir eins og Fíladelfíu, Boston og San Francisco. Og þegar New York varð fyrir valinu hafði nefndin í huga landsvæði fyrir norðan borgina. Á elleftu stundu barst samtökunum gjöf frá John D. Rockefeller, Jr., að upphæð 8,5 milljónir Bandaríkjadollara, til að kaupa lóðina á Fifth Avenue. Þetta mun hafa valdið því að nefndin valdi núverandi stað. Seinna gaf New York borg viðbótargjöf í formi fasteigna.

Landsvæðið sem valið var fyrir Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna var niðurnýtt svæði með sláturhúsum, léttum iðnaði og járnbrautaverkstæði. Flutningavagnar skröltu fram og aftur um Fifth Avenue öðrum megin, og bifreiðar brunuðu meðfram árbakkanum eftir East River Drive – sem gefið var nýtt nafn, FDR Drive, í höfuðið á Franklín D. Roosevelt. Eftir að bygging Aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna reis og sem hún gnæfir við himin hefur landsvæðið gjörbreyst frá tímum sláturhúsanna.

Upprunalega vildu hönnuðirnir reisa 45 hæða byggingu sem átti að kosta 85 milljónir Bandaríkjadollara. Undir stjórn Trygve Lie aðalframkvæmdastjóra var kostnaðurinn lækkaður um 20 milljónir Bandaríkjadollara og stærð byggingarinnar minnkuð í 39 hæðir. Ríkisstjórn Bandaríkjanna veitti vaxtalaust lán að upphæð 65 milljónir Bandaríkjadollara til að standa straum af byggingakostnaði. Af þessari upphæð var síðasta afborgun greidd árið 1982.

Þann 24. október 1949, lagði Trygve Lie aðalframkvæmdastjóri, hornstein að byggingu Aðalstöðvanna, nítján mánuðum síðar, þann 21. ágúst 1951, byrjaði starfsfólk aðalskrifstofunnar að flytja inn í nýju skrifstofurnar sínar.

Skoðunarferð um Aðalstöðvarnar: http://www.un.org/Pubs/CyberSchoolBus/untour/index.html

{mospagebreak title=Hvernig eru SÞ byggðar upp?}

Hvernig eru SÞ byggðar upp?

Þær eru:

 • Allsherjarþing
 • Öryggisráð
 • Efnahags- og félagsmálaráð
 • Gæsluverndarráð
 • Alþjóðadómstóll
 • Aðalskrifstofa

Þessar stofnanir hafa bækistöðvar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, að undanskildum Alþjóðadómstólnum, sem hefur aðsetur í borginni Haag í Hollandi.

Fjórtán aðrar stofnanir eru tengdar Sameinuðu þjóðunum, þekktar sem sérstofnanir. Þær fást við verkefni á sviði heilbrigðismála, landbúnaðar, póstreglna og veðurfars. Þar að auki eru 35 stofnanir, sjóðir og sérnefndir sem sjá um verkefni á sérstökum sviðum. Þessar nefndir, ásamt Sameinuðu þjóðunum og sérstofnunum, mynda kerfi Sameinuðu þjóðanna.

{mospagebreak title=Hver borgar fyrir vinnu SÞ?}

 

 

Hver greiðir fyrir vinnu Sameinuðu þjóðanna? Og hversu mikið?

Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, öll 193 ríkin, greiða fyrir allt það sem Sameinuðu þjóðirnar taka sér fyrir hendur. Þær hafa enga aðra tekjulind.

Um er að ræða tvenns konar fjárlög fyrir Sameinuðu þjóðirnar: Almenn fjárlög sem spanna aðalviðfangsefni skrifstofunnar í New York og á vettvangsskrifstofum víða um heim; friðargæslufjárlög standa straum af ýmiss konar útgjöldum við aðgerðir á svæðum víðs vegar um heiminn þar sem oft er „heitt í kolunum“. Framlög aðildarríkjanna til beggja fjárlaga eru skylduframlög. Aðildarríkin greiða í hlutfalli við niðurjafnaðan mælikvarða sem allir hafa samþykkt. Þessi mælikvarði byggist á greiðslugetu hvers lands, þjóðartekjum og fólksfjölda.

Árið 2011 voru almenn fjárlög SÞ tæplega 5 milljarðar Bandaríkjadala á ári.  Til friðargæslustarfa voru fjárlög fyrir árið 2011 7,1  milljarður Bandaríkjadala. Ef litið er á hversu mikið það kostar að heyja stríð og endurbæta skaða af þeirra völdum, er óhætt að segja að fé sem varið er til friðargæsluverkefna er vel varið.

SÞ eru reknar af fjárframlögum frá aðildarríkjunum

Þau tíu ríki sem lögðu mest af mörkum árið 2013 voru:

Bandaríkin (22%)

Japan (10,8%)

Þýskaland (7,1%)

Frakkland (5,6%)

Bretland (5,2%)

Kína (5,1%)

Ítalía (4,5%)

Kanada (2,9%)

Spánn (2,9%)

Brasilía (2,39%)

 

 

Á vegum SÞ er einnig varið um það bil 6,5 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju til félagslegrar og efnahagslegrar þróunar – með öðrum orðum, til að sjá þeim hungruðu fyrir fæðu, að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum, stuðla að aukinni matvælaframleiðslu, að veita vatni á land og vernda umhverfið fyrir frekari eyðileggingu. Fé til þessa er aflað og notað af mismunandi sjóðum Sameinuðu þjóðanna og stofnana – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Fæðumálastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) – með frjálsum framlögum aðildarríkjanna. Til viðbótar má nefna lán Alþjóðabankans (World Bank) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

 

 

{mospagebreak title=Hverjir geta gerst aðilar að SÞ?}

Hverjir geta gerst aðilar að Sameinuðu þjóðunum?
Hvernig þá?

Aðeins sjálfstæð ríki sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar geta orðið aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt Sáttmála samtakanna, eru SÞ opnar öllum friðelskandi ríkjum sem samþykkja skuldbindingar þeirra og geta og vilja framfylgja þeim skuldbindingum.

Nýjum aðildarríkjum er leyfð aðild að SÞ samkvæmt ákvörðun Allsherjarþingsins og samþykki Öryggisráðsins.

{mospagebreak title=Hvaða tungumál eru notuð hjá SÞ?}

Hvaða tungumál eru notuð hjá Sameinuðu þjóðunum?

Hin opinberu tungumál hjá Sameinuðu þjóðunum eru arabíska, enska, franska, kínverska, rússneska og spænska. Vinnutungumálin eru enska og franska.

Fulltrúi getur talað eitthvert hinna opinberu tungumála og orðin eru túlkuð jafnóðum yfir á annað opinbert tungumál. Flest skjöl SÞ eru einnig gefin út á öllum hinum sex opinberu tungumálum. Stundum getur fulltrúi kosið að gefa út yfirlýsingu á tungumáli sem ekki er eitt af opinberu tungumálunum. Í slíku tilfelli verður viðkomandi sendinefnd að sjá fyrir túlkun eða skrifuðum texta yfirlýsingarinnar á einu af hinum opinberu tungumálum.

Starfsfólk Aðalskrifstofunnar nota annað hvort ensku eða frönsku sem vinnutungumál. Með öðrum orðum, allir sem vinna á aðalskrifstofunni verða að tala annað hvort ensku eða frönsku (eða bæði tungumálin) reiprennandi.

{mospagebreak title=Vissir þú að …}

Vissir þú að …
 • Íbúum jarðar fjölgar nú árlega um 82 milljónir. Árið 2014 voru þeir 7 milljarðar, – og fyrir árið 2050 munu þeir verða 9.6 milljarðar.
 • Einn milljarður og tvö hundruð og fimmtíu milljónir manna þéna minna en einn Bandaríkjadal og tuttugu og fimm sent á dag.
 • 842 milljónir manna í heiminum líða hungur og af þeim búa 98% í þróunarríkjunum.
 • Neysla og mengun barna sem fæðast í New York, París eða London er 50 sinnum meiri en barna sem fæðast í þróunarríkjunum.
 • Í Lúxemborg greiðir almenningur u.þ.b. 15.000 Bandaríkjadali fyrir menntun fyrir einstakling. Í Kína um 57 Bandaríkjadali.
 • Upphæðir sem varið er til heilbrigðismála eru allt frá 2000 Bandaríkjadalir í Finnlandi til 3 Bandaríkjadalir í Víetnam.
 • Svo allir öðlist grunnskólamenntun, er árlega þörf á 6 milljarða Bandaríkjadala framlagi.
 • Árlega vantar um 13 trilljón Bandaríkjadali svo hægt sé að tryggja grundvallarhreinlæti og mat fyrir alla. Í Evrópu eru árlega 105 milljörðum Bandaríkjadölum eytt í áfengi og 50 milljörðum Bandaríkjadölum í sígarettur.
 • Árlega er þörf á 9 milljarða Bandaríkjadala framlagi til að útvega hreint vatn og hreinlætisaðstöðu um allan heim. Þetta er u.þ.b. helmingurinn af þeirri upphæð sem varið er í dýrafóður í Evrópu og Bandaríkjunum.