Lykilatriði um 78. Allsherjarþingið

0
35
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð flutti ræðu Íslands á 77.Allsherjarþinginu 24.september 2022.
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð flutti ræðu Íslands á 77.Allsherjarþinginu 24.september 2022. Mynd: UN Photo/Ariana Lindquist

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. 78.Allsherjarþingið. Almennu umræðurnar. Veraldarleiðtogar og diplómatar bregða undir sig betri fætinum ár hvert og halda til New York til að ræða helstu atriði heimsmálanna hverju sinni. Þá hefst starfsár Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna af fullum krafti. Allsherjarþingið, hið 78. í röðinni, hefst 5.september.

Leiðtogar aðildarríkjanna eða fulltrúar þeirra ávarpa síðan þingið frá og með 19.september í „almennu umræðunum“ eða háttsettu vikunni, eins og það er stundum kallað.

António Guterres flytur opnunarræðu á síðasta Allsherjarþingi í september 2022.
António Guterres flytur opnunarræðu á síðasta Allsherjarþingi í september 2022. Mynd: UN Photo/Cia Pak

1.  Allsherjarþingið og almennu umræðurnar, hver er munurinn?

Allsherjarþingið eða General Assembly á ensku er stundum skammstafað UNGA. Það er helsti vettvangur allra 193 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna til að ræða alþjóðleg málefni í samræmi við Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þingið heldur reglubundna fundi sína frá september til desember ár hvert. Síðan hefur það störf á ný í janúar og situr þar til öll mál á dagskrá hafa verið rædd. Í reynd dugar það þinginu til að sitja nánast þangað til nýtt þing tekur við í september.

Fulltrúar aðildarríkja við innganginn
Fulltrúar aðildarríkja við innganginn. Mynd: UN Photo/Kim Haughton

2023 til 2024 sest Allsherjarþingið á rökstóla í 78.skipti (UNGA 78),og hefst það opinberlega þriðjudaginn 5.september 2023.

Almenna umræðan (General Debate) fer fram í september ár hvert. Yfirleitt taka oddvitar ríkja og ríkisstjórna þátt í henni, en í sumum tilfellum utanríkisráðherrar eða fastafulltrúar. Að þessu sinni fer almenna umræðan fram frá þriðjudagi 19.september til þriðjudags 26.september.

Fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.
Fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Mynd. UN Photo/Loey Felipe

2.   Hvað gerist í almennu umræðunum?

Almenna umræðan er ekki kappræða. Hvert ríki á fætur öðru flytur mál sitt, og hafa önnur ríki svo rétt til andsvara ef þörf krefur. Fulltrúar ríkja fitja upp á þeim málefnum sem þau telja þýðingarmest hverju sinni.

Þema umræðunar á 78.þinginu er „Að endurskapa traust og endurvekja alþjóðlega samstöðu: að efla aðgerðir í þágu Áætlunar 2030 og Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og friðar, velmegunar og sjálfbærni fyrir alla.“

Líf og fjör fylgir upphafi Allsherjarþingsins á hverju hausti þegar stjórnmálamenn, blaðamenn og ýmsir hagsmunaaðilar skunda til New York.
Líf og fjör fylgir upphafi Allsherjarþingsins á hverju hausti þegar stjórnmálamenn, blaðamenn og ýmsir hagsmunaaðilar skunda til New York. Mynd: UN Photo/Loey Felipe

3.   Hvaða aðildarríki er málshefjandi í almennu umræðunum? 

Sú venja skapaðist í árdaga Allsherjarþingsins að fulltrúi Brasilíu tali fyrstur. Að sögn prótokolskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vildi enginn taka af skarið og þegar Brasilía hafði hafið leikinn nokkrum sinnum í röð varð það að fastri venju.  

Á eftir Brasilíu tala Bandaríkin í krafti þess að vera gistiríki. Að öðru leyti er röð ræðumanna ákveðin með margslungnum lógaryþþma þar sem tillit er tekið til tignar fulltrúa, landfræðilegra þátta, eigin óska viðkomandi og fleira.

4.   Hverjir aðrir taka til máls í almennu umræðunum? 

Auk aðildarríkjanna hundrað níutíu og þriggja er Páfagarði, Palestínuríki og Evrópusambandinu boðið að taka þátt í almennu umræðunum.

Spænsku-túlkur að störfum á Allsherjarþinginu.
Spænsku-túlkur að störfum á Allsherjarþinginu. Mynd: UN Photo/Laura Jarriel
  1. Hve langar eru ræðurnar?

Ætlast er til að ræðumenn tali ekki lengur en 15 mínútur. Dæmi eru hins vegar um að leiðtogar hafi látið þá beiðni sem vind um eyru þjóta. Fidel Castro flutti lengstu ræðu sögu Allsherjarþingsins en hann talaði í hálfa fimmtu klukkustund árið 1960 – en það var reyndar ekki í almennu umræð‘unum.

Fidel Castro Kúbuleiðtogi er ræðukóngur Allsherjarþingsins.
Fidel Castro Kúbuleiðtogi er ræðukóngur Allsherjarþingsins. Mynd: UN Photo/Yutaka Nagata
  1. Hvernig get ég horft á ræðu íslenska fulltrúans?

Hægt er að horfa á alla fundi Allsherjarþingsins í beinni útsendingu og hægt að sjá einstakar ræður á vefsíðu UN Web TV.

Ræður eru birtar vefsíðu almennu umræðnanna.

Valgerður Sverrisdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í almennu umræðunum. Hún var utanríkisráðherra 2006-2007 fyrst íslenskra kvenna.
Valgerður Sverrisdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í almennu umræðunum. Hún var utanríkisráðherra 2006-2007 fyrst íslenskra kvenna. Mynd: UN Photo: UN Photo/Erin Siegal

7.   Hvað annað er á döfinni? 

Auk almennu umræðnanna er ætíð langur listi funda og hliðarviðburða á Allsherjarþinginu. Á 78.Allsherjarþinginu má einna helst nefna Leiðtogafund um Heimsmarkmiðin (18.-19.september). Þar verður farið yfir framkvæmd Áætlunar 2030 og  Heimsmarkmiðanna 17 um sjálfbæra þróun.

20.september verður umræða háttsettra fulltrúa um fjármögnun þróunarstarfs, leiðtogafundur um metnaðarfullar loftslagsaðgerðir, fundur málsmetandi fulltrúa um forvarnir gegn, undirbúning og viðbrögð við  heimsfaröldrum.

Heimsmarkmið um Sjálfbæra þróun
Heimsmarkmið um Sjálfbæra þróun

21.september er Leiðtogafundur framtíðarinnar á dagskrá auk fund málsmetandi fulltrúa um almenna heilsugæslu.  Loks er fundur háttsettra fulltrúa um baráttuna gegn berklum.

Flesta fundi má horfa á í beinni útsendingu á Webtv.un.org.

Sjá nánar um Allsherjarþingið og um almennu umræðurnar hér og hér.