Læsi er lykill að velmegun og bjargar mannslífum 

0
748
Læsi
Mynd eftir Auguste Meyer frá 1836.

773 milljónir ungmenna og fullorðinna í heiminum í dag kunna ekki að lesa. Tveir þriðju hlutar hinna ólæsu eru stúlkur og konur. Í dag 8.september er Alþjóðlegur dagur læsis.

Kreppan í kjölfar kórónaveirunnar hefur sett kennslu barna, ungmenna og fullorðins fólks í uppnám sem á sér ekkert fordæmi.  Þær 773 milljónir ólæsra ungmenna og fullorðinna verða harðar fyrir barðinu á heimsfaraldrinum en aðrir. Ólæsir eiga litla möguleika á að fá sómasamlega atvinnu, hvað þá menntun. Þeir eiga í erfiðleikum með að afla sér upplýsinga sem nauðsynlegar eru í hversdagslífinu og taka þátt í samfélagi sínu.

Á Alþjóðlegum degi læsis hvetur stofnun UNESCO um fullorðinsfræðslu til stóraukinna fjárframlaga til lestrakernnslu.

„COVID-19 heimsfaraldurinn hefur sýnt fram á að lestrarkunnátta bjargar hreinlega mannslífum,“ segir David Atchoarena hjá UNESCO. „Ef fólk kann ekki að lesa og skrifa getur það ekki aflað sér lífsnauðsynlegra upplýsinga. Það getur ekki lagað hegðun sína að þeim kröfum sem gerðar eru vegna faraldursins.”

Heimsmarkmið

Eitt undirmarkmiða Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun er að tryggja eigi síðar en 2030 að „öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning.“

Heimsfaraldurinn hefur verið sem olía á eld ójöfnuðar hvað varðar aðgang að lestrarkennslu. Víða í heiminum er pottur brotinn í lestrarkennslu og annars staðar hefur faraldurinn og afleiðingar hans sett strik í reikninginn.

Læsi á Ísland undirstaða velmegunar 

Læsi
Unsplash Aaron Burden

Aukin og almenn lestrarkunnátta er talin veigamikill þáttur í þeirri velmegun sem vesturlönd hafa notið síðustu árhundruð. Á þetta ekki síst við um Ísland. Erlendir ferðamenn á Íslandi hörmuðu fátækt landsins á 19.öld. Þeir dáðust þó að því að allir voru læsir og þar með tiltölulega upplýstir. Sú krafa sem var gerð um að kunna að lesa og draga til stafs til að geta fermst, skipti hér sköpum.

Af þessu er ljóst að lestrarkennsla er þýðingarmikill hluti þróunarstarfs og framfara í fátækum ríkjum.

Ekki er hægt að ganga lengur út frá því sem vísu að lestrarkunnátta á Íslandi sé nægilega góð.

Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 er eitt meginmarkmiðið að efla lestrarkunnáttu og lesskilning nemenda við lok grunnskóla svo að minnsta kosti 90% nemenda geti þá lesið sér til gagns segir á heimasíðu Heimsmarkmiðanna. 

Fátækt og ólæsi fara saman

Listinn yfir þau lönd þar sem læsi er minnst er óneitanlega keimlíkur listanum yfir fátækustu ríki heims. Flestir ólæsra fullorðinna búa í suður og vestur Asíu og Afríku sunnan Sahara.

Læsi
Mynd. Lestrarkennsla í Malí. UN Photo/Harandane Dicko

Aðeins 19% Nígerbúa kunna að lesa og skrifa. Hins vegar er fjórðungur karla læs en aðeins 11% kvenna.  og 22.3% i Tsjad. Svo önnur dæmi séu tekin kunna 43% Afgana að lesa, en hins vegar 99% Bandaríkjamanna, og allir Grænlendingar, Norður-Kóreubúa, Úsbeka og Andorrabúa að sögn yfirvalda á hverjum stað.