Ljósmæður bjarga mannslífum

0
768
Ljósmæður
Mynd: Christian Bowen/Unsplash

 Fæðing nýs lífs er ætíð fagnaðarefni. En fæðing getur verð jafnt barni sem móður áhættusöm. Starf ljósmóður er jafnt mæðrum og börnum þeirra afar þýðingarmikið hvar em er í heiminum. 5.maí er Alþjóðlegur dagur ljósmóðurinnar  

Ljósmæður bjarga lífum. Starf þeirra er víða gríðarlega þýðingarmikil til að tryggja að móðir og barn lifi af fæðinguna. Umönnun þeirra byggir á hæfni, þekkingu og umhyggju. Í starfi ljósmóður felst að sinna konum í fæðingu og eftir barnsburðinn og annast um nýbura.

Heimsmarkmið

Eitt af forgangsatriðum Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun er að bæta heilsu mæðra og nýburna. Þar hafa ljósmæður miklu hlutverki að gegna.

Það kemur í hlut ljósmóður að koma í veg fyrir vandamál við meðgöngu, greina óeðilegar aðstæður, útvega læknishjálp ef þörf krefur og grípa inn í ef brýnt er og ekki er völ á læknisaðstoð.  

 En það er ekki eina hlutverk ljósmóður að taka á móti börnum. Þær efla heilsufar og vellíðan innan samfélagsins.   

 Ljósmæður sem stunda alþjóðlega viðurkennt nám, hafa kynnt sér fjölskyldu-áætlanir og í krafti kunnáttu  þeirra á öllum sviðum eru þær taldar geta komið í veg fyrir 80% mæðradauða, andvana fæðingar og nýburadauða.    

 Gjald COVID-19 

COVID-19 hefur haft mikil áhrif á heilsugæslu. Í sumum tilfellum hafa ljósmæður hætt lífi sínu til að hjálpa nýju lífi að sjá dagsins ljós. 

Þær hafa þurft að taka á sig auknar byrðar – í sumum tilfellum í bókstaflegari merkingu- og þurft að sinna heimsóknum og jafnvel ferðast um langan veg á tímum samskiptatakmarkana. Ljósmæður eru sérstaklga vel í stakk búnar til að sinna grundvallarþjónustu við konur og nýbura jafnvel á erfiðsutsu stöðum, til dæmis hamfara- og átaksvæðum.

Því miður hefur heimsfaraldurinn haft neikvæð áhrif á þann árangur sem þegar hefur náðst. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu á sviði kynferðis- og frjósemislækninga, þar á meðal getnaðarvörnum, hefur verið takmarkaður.   

Lokanir skóla hafa haft í för með sér minni aðgang að upplýsingum um kynferðis- og frjósemis heilbirgði. Því fylgja fleiri unglinga-þunganir, óæskilegar þunganir og barnahjónabönd.

  Best í bekknum 

Norðurlönd hafa framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Umönnun mæðra og nýbura er þar engin undantekning.   

  Kerfibundnar fjárfestingar í menntun ljósmæðra hélst í hendur við þróun velferðarkerfisins á Norðurlöndum. Árangurinn er einhver minnsti mæðra- og ungbarnadauði í heimi.

Fjöldi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hverja þúsund íbúa er einnig með því hæsta í heimi. Hins vegar er skortur á ljósmæðrum í Evrópu. 7.3 milljónir hjúkrunarfræðing og ljósmæðra er skráður á Evrópusvæði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar en það fullnægir ekki eftirspurn.

Þá vantar ljósmæður og hjúkrunarfræðing í mörgum ríkjum í Afríu fyrir sunnan Sahara, Suð-Austur Asíu og sumum ríkjum Mið-Austurlanda.  

Tölurnar tala sínu máli

 5.maí beinir Alþjóðasamband ljósmæðra  (ICM) kastljósinu að jákvæðum áhrifum menntunar og alþjóðlegra gæðastaðla fyrir ljósmæður, á bætta heilsu hvort heldur sem er á kynferðis- eða frjósemissviði, eða á líf mæðra-, ungbarna- og táninga.

Þema Alþjóðlegs dags ljósmæðra 2021 er “Fylgið tölfræinni: fjárfestið í ljósmæðrum.” Lesa má um tölfræðina i skýrslu um stöðu ljósmæðra í heiminum sem gefin verður út á Alþjóðlega deginum.