Loftlagsbreytingar: Guterres hvetur til að lýst verði yfir neyðarástandi

0
804
Loftslagsmetnaðarfundur
UN Photo/Mark Garten

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til þess að lýst verði yfir neyðarástandi um allan heim vegna loftslagsbreytinga. Þrjátíu og átta ríki hafa nú þegar lýst yfir neyðarástandi. 

„Það er kominn tími til að öll ríki geri slíkt hið sama. Á Loftslagsmetnaðarfundinum hvatti ég leiðtoga ríkja hemsins til að lýsa yfir neyðarástandi út af loftslagbreytingum þar til kolefnisjafnvægi hefur verið náð“, sagði Guterres á fundi með fréttamönnum að loknum leiðtogafundinum.

Loftslagsmetnaðarfundur Þar tóku veraldarleiðtogar stór skref í átt til kolefnisjafnvægis. Þeir kynntu metnaðarfullar nýjar skuldbindingar, brýnar aðgerðir og áþreifanlegar áætlanir til að takast á við loftslagsvána.

Sameinuðu þjóðirnar, Bretland og Frakkland í samvinnu við Ítalíu og Chile boðuðu til fundarins. Tilefnið var fimm ára afmæli Parísarsamningsins. Óhætt er að segja að Loftslagsmetnaðarfundurinn varði leiðina til Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow í nóvember á næsta ári.

Nýjar skuldbindingar

75 leiðtogar frá öllum meginlöndum kynntu nýjar skuldbindingar ýmist kynntar rétt fyrir eða á fundinum sjálfum. Að viðbættum þeim sem bætast munu við í upphafi næsta árs, má búast við að ríki sem bera ábyrgð á 65% losunar koltvísýrings hafi lýst yfir að þau stefni að kolefnisjafnvægi. 70% hagkerfis heimsins rúmast innan landamæra þessara ríkja.

„Leiðtogafundurinn er mikilvægt skref fram á við, en þetta er ekki nóg. Við skulum ekki gleyma því að enn stefnir í að hitastig hætti um þrjár gráður, að minnsta kosti, fyrir lok þessarar aldar. Slíkt yrði hreint stórslys,“ sagð Guterres.

71 ríki hafa eflt landsmarkmið

Loftslagsmetnaðarfundur
UN Photo/Mark Garten

Þeim ríkjum sem hafa stigið fram og kynnt efld landsmarkmið í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamninginn hefur stórfjölgað og eru nú 71 talsins. Öll aðildarríki Evrópusambandsins eru með í landsmarkmiðum sambandsins. Auk markmiða ESB voru 27 ný landsmarkmið kynnt á fundinum eða rétt fyrir hann.

Fleiri ríki (15) sem áður stefndu að hagfærum breytingum tilkynntu um meiri háttar aðgerðir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu gestgjafa leiðtogafundarins. Á meðal þeirra eru Ísland, Argentína, Barbados, Kanada, Kólombía og Perú.

24 ríki hafa tilkynnt nýjar áætlanir, stefnmótun eða skuldbindingar um hvernig ná skuli nettó engri losun eða kolefnisjafnvæi. Á meðal þeirra ríkja sem skýrðu frá því hvernig þau ætli að ganga enn lengra með metnaðarfullum dagetningum til að afnema alla losun voru Finnland (2035); Austurríki (2040) og Svíþjóð (2045).

„Þegar við lítum fram á veginn, er helsta markmið Sameinuðu þjóðanna 2021 að fylkja liði í alheimsbandalagi til að ná kolfefnisjafnævgi,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn.

Áætlanir um að binda enda á stuðning við jarðefnaeldsneyti

Loftslagsmetnaðarfundur Bretland, Frakkland og Svíþjóð kynntu áætlanir um að hættu alþjóðlegum fjárstuðnngi við jarðefnaeldskneyti. Kanada skýrði frá því að kolefnisverð yrði hækkað í 170 Kanadadollar fyrir 2030.

12 ríki á meðal helstu fjárveitenda ætla að auka stuðning við þróunarríki. Þar á meðal ætla Þjóðverjar að auka fjárfestingar um 500 milljónir Evra. Alþjóðabankinn ætlar að auka vægi loftslags í fjárveitingum sínum.

Atvinnulífið fylgir á eftir

Enn má svo nefna að borgir, fyrirtæki og fjármálastofnanir ætla að auka loftslagsaðgerðir.

Þar á meðal má nefna herferð sem ætlað er að auka þolgæði andspænis loftslagsbreytingum (Race to Resilience). Borgarstjórar, oddvitar ólíkra samfélaga, tryggingafélaga og fyrirtækja ætla að slá skjaldborg um fjóra milljarða manna same standa höllum fæti vegna loftslagsbreytinga.

Að auki var kynnt frumkvæði alþjóðlegra fjárfestingasjóða í þágu kolefnisjafnvægis. Stjórnendur sem sýsla með andvirði 9 trilljóna Bandaríkjadala ætla að ná kolefnisjafnvægi í fjárfestingum sínum fyrir 2050.