Vonast eftir metnaðarfyllri aðgerðum í loftslagsmálum

0
710
Loftslagsmetnaðarfundur
Mynd: Jacqueline Godany/Unsplash

Fimm árum eftir undirritun Parísarsamningsins um loftslagsbreytingar hvetja Sameinuðu þjóðirnar ríki heims til að skuldbinda sig til umtalsverðra aðgerða til að draga úr losun koltvísýrings. Brýn þörf er á raunhæfum aðgerðum til að koma í veg fyrir meiri hækkun hitastigs sem ógnar plánetunni.

LoftslagsmetnaðarfundurSameinuðu þjóðirnar, Bretland og Frakkland halda í sameiningu Loftslagsmetnaðarfund 12.desember. Fundinum er ætlað að fylkja liði um átak til aukinna loftslagsaðgerða. Tæpt ár er þangað til næsta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, verður haldin í Glasgow í nóvember 2021.

Fyrir leiðtogafundinn um loftslagsmetnað hafa Evrópusambandið, Bretland og meir en 100 önnur ríki heitið því að ná kolefnisjafnvægi fyrir árið 2050. Oddvitar ESB ríkjanna hafa einnig komist að samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55% fyrir 2030.

Án aðgerða er hætta á hamfarahlýnun

Loftslagsmetnaðarfundur
Mynd: ) Paddy O Sullivan/Unsplash

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur varað við afleiðingum aðgerðaleysis. Hann gerði þetta að umtalsefni í ræðu í tilefni af afhendingu Friðarverðlauna Nóbels í dag. Hann sagði að „án aðgerða er hætta á þriggja til fimm gráðu hamfarahlýnun á þessari öld.”

Aðalframkvæmdastjórinn segir að stofnun alheims-bandalags um kolefnisjafnvægi sé helsta markmið ársins 2021. Hann hvetur þá sem bera mesta ábyrgð á losun til þess að grípa til afgerandi aðgerða nú þegar.

„Hverju ríki, hverri fjármálastofnun og fyrirtæki ber að semja áætlun um umskipti með kolefnisjafnvægi að markmiði fyrir 2050,“ sagði Guterres í ávarpi sínu hjá Friðarverðlaunsetri Nóbels (Nobel Peace Prize Forum).

Stefnir í þriggja gráðu hamfarahlýnun

LoftslagsmetnaðarfundurUmhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) gaf í þessari viku út skýrslu (The 2020 Emissions Gap Report ) um bilið sem þarf að brúa til að ná markmiðunum í loftslagsmálum. Þar kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefði minnkað vegna samdráttar í efnahagsstarfsemi í kjölfar COVID-19 faraldursins. Þrátt fyrir þetta stefndi í að „að minnsta kosti þriggja gráðu á Celsius hamfarahlýnun á þessari öld.“

Slík hitaaukning færi langt fram úr markmiðum Parísarsamningsins um loftslagsmál. Þar er stefnt er að þvi halda hlýnun jarðar innan við 2 gráður á Celsius og helst 1.5 gráður.

Fyrr í þessum mánuði skýrði Alþjóða veðurfræðistofnunin (WMO) að 2020 stefndi í að verða eitt af þremur heitustu árum frá því mælingar hófust. Áratugurinn 2011 til 2020 er hlýjasti áratugur allra tíma.

Loftslagsmetnaðarfundur`„Það er nú ljóst að okkur ber að takmarka hlýnun við 1.5 gráðu á Celsius og að ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050,“ sagði aðstoðar-framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Selwin Hart sem stýrir loftslagsaðgerðateymi aðalframkvæmdastjórans á blaðamannafundi í vikunni.

Ný landsmarkmið 

Á fundinum á morgun er búist við að einstök ríki muni kynna ný landsmarkmið sem Parísarsamningurinn kveður á um. Einnig er búist við að ríki skilgreini nýjar skuldbindingar um mildun, aðlögun og fjármögnun innan landsmarkmiðanna.

Hart aðstoðar-framkvæmdastjóri sagði að ástandið væri vissulega ískyggilegt. Hins vegar `„viðurkenndu sífellt fleiri ríki þörfina á brýnum og metnaðarfullum aðgerðum.” Markmið fundarins væri að skapa „öflugri hreyfingu í aðdraganda 2021”.

Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 sem vera átti í ár var frestað til næsta árs. Hún verður haldin í nóvember 2021 í Glagow og er markmiðið að herða á aðgerðum til að ná markmiðum Parísarsamningsins.