Loftmengun þekkir engin landamæri

0
471
Þoka og mengun í Seoul höfuðborg Suður-Kóreu
Þoka og mengun í Seoul höfuðborg Suður-Kóreu

Þema alþjóðlegs dags hreins lofts í þágu blás himins er „Loftið sem við deilum”. Með því er minnt á að loftmengun þekkir engin landamæri og því er þörf sameiginlegrar ábyrgðar. Hvatt er til tafarlausra og ráðsnjallrar alþjóðlegrar samvinnu til að hrinda í framkvæmd á skilvirkari hátt stefnumótun til að milda og takast á við loftmengun.

Í ávarpi á alþjóðlegum degi hreina loftsins minnir aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, á að í júlí síðastliðnum samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna réttinn til hreins, heilbrigðs og sjálfbærs umhverfis.

„Hreint loft er nú mannrétttindi. Stöðugt loftslag er mannréttindi. Heilbrigði náttúra er mannréttindi,“ segir Guterres.

Frá heilbrigði til vistkerfa

Hreint loft
Loftmengun í Teheran. Mynd: Amir Hosseini/Unsplash

Örsmáar, ósýnilegar öreindir mengunar brjóta sér leið inn í lungu okkar, blóð og líkama. Mengun af þessu tagi veldur þriðjungi dauðsfalla af völdum heilablóðfalla, krónískra öndunarsjúkdóma og lungnakrabbameins, auk fjórða hvers hjartaáfalls. Yfirborðs-óson verður til við samspil mismunand mengunar í sólskini, er einnig orsök astma og króniskra öndunarsjúkdóma.

Slæm loftgæði hafa alvarleg áhrif á náttúruna. Skammlífir loftslagsmengunarvaldar (SLCPs) eru á meðal þeirrar tegundar megnunar sem hefur bæði slæm áhrif á heilsuna og veldur hlýnun plánetunnar. Stundum er mengun aðeins nokkra daga í andrúmsloftinu, en hennar getur einnig gætt svo áratugum skiptir. Með því að minnka slíka mengun er því hægt að bæta heilsu og loftslag með býsna skjótum hætti.

Snemmbær dauðsföll

Hreint loft
Blár heiminn og hreint loft. Mynd: Matthew Hicks/Unsplash

Loftmengun er mesta, eintaka hætta sem steðjar að heilsu manna. Hún er ein af mörgum orsökum dauða og sjúkdóma í heiminum sem eru ekki óumflýjanlegar. Talið er að rekja megi 6.5 milljónir snemmbærra dauðsfalla (2016) í heiminum til mengunar inni eða úti. Ef ekki er gripið tafarlausra aðgerða, má búast við að fjöldi þessara dauðsfalla – sem koma má í veg fyrir- aukist um rúmlega 50% fyrir 2050.

Í ávarpi sínu segir aðalframkvæmdastjórinn að öll ríki heims verði að vinna í sameiningu að því að berjast gegn loftmengun.

„Við vitum hvað ber að gera. Fjárfesta í endurnýjanlegri orku og hraða umskiptum úr jarðefnaeldsneyti. Við þurfum á bifreiðum að halda sem losa nettó engan koltvísýring og þurfum að greiða fyrir annars konar samgöngum,“ segir Guterres og bætir við. „Það þarf að auka aðgang að hreinni eldamennsku, hitun og kælingu. Þessar aðgerðir gætu bjargað milljónum mannslífa á hverju ári, hægt á loftslagsbreytingum og hraðað sjálfbærri þróun.“

Blár himinn

Til að leggja áherslu á þörfina á auknum aðgerðum til að bæta loftgæði með þvi að draga úr loftmengun og bæta heilsu, ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að 7.september ár hvert skyldi vera Alþjóðlegur dagur hreins lofts í þágu blás himins.