Minni sóun – lægri reikningur

0
472

Jol

22.desember 2014. Jólahátðín er handan við hornið og allir vilja geta sagst hafa bakað óteljandi sortir og að njóta þess að geta sagt með sanni að nóg sé til.

 

En um leið bendir margt til þess að jólin séu tími sóunar, ekki síst þegar matur er annars vegar. Engum leynist að jólahaldið er dýrt og á tímum hækkandi matarskatts og verðhækkanna er til mikils að vinna að stilla sóuna matvæla í hóf.

Rakel Garðarsdóttir, forsprakki Vakandi hefur ráð undir rifi hverju og gaf okkur eftirfarandi ráð; þar á meðal um hvernig maður hagar sér í jólaboðinu

Gott ráð er að vera meðvitaður á jólahlaborðum. Fara fleiri ferðir enn færri á hlaðborðið. Þó þurfir að bíða í röð er það betra en að láta graflaxsósuna renna við hangikjötið. Með því að fá sér minna á diskinn, er minni hætta á að
sóa.

Ef það verða afgangar eftir jólaboðið – og allir komnir með nóg af kjöti og öðrum reyktum mat, þá er sniðugt að skera kjötið niður í litlar einingar og frysta í pokum eða öðru íláti.

Jólapappír má nýta margoft – það eru hvort er flestir að spá í innihaldið. Takið varlega utan af pökkunum og geymið pappírinn og skrautið til næsta árs. Sumir lengra komnir strauja pappírinn áður en hann fer inn í geymslu.

Vertu viss um að þú ætlir að nota allan þann mat sem keyptur er inn. Jólamatur og annað gúmmelaði eru freistingar sem  erfitt er að standast. En janúar kemur fyrr en varir og þá nennir engin að eiga stútfullan ísskáp af jólamat. Hugsa áður en keypt er inn.

Líkamsræktastöðvar fyllast í janúar – er ekki betra að neyta aðeins minna og fara með minna samviskubit inní nýtt ár

Það er gaman að vera meðvitaður neytandi og láta ekki markaðsöflin stjórna för.

Við leitum oft ráða hjá Selina Juul, sem fagnar jólunum sem Dani ársins í vali blaðsins Berlingske Tidende. Hún segir að skipulagning sé núm er eitt tvö og þrjú til að hindra að ruslafatan fitni eins og púki á fjósbita um jólin. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir fjölda gesta og hafa í huga að fullorðin manneskja borði að meðaltali 5-700 grömm í hverri máltíð. Ekki sé hundrað í hættunni þó of mikið sé keypt því afgangana megi nýta í nýja og spennandi rétti.

Gott að borða góðan mat á meðan jólabækur eru lesnar og hafa líka eitthvað að borða meðan Visa-reikningurinn er lesinn í janúar!

Gleðileg Jól!