Noregur í Öryggisráðið

0
712
Öryggisráð, Noregur
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á fjarfundi.. Mynd: UN Photo/Eskinder Debebe

Norðmenn voru í dag kosnir í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til tveggja ára frá áramótum að telja. Noregur fékk 130 af 191 gildu atkvæði í atkvæðagreiðslu á Allsherjarþinginu.

Kosið var á milli þriggja ríkja sem buðu sig fram í tvö sæti sem falla í hlut svokallaðra vestrænna ríkja. Írland hlaut hitt sætið með aðeins tveimur atkvæðum minna en Noregur en Kanada situr eftir með sárt ennið.

Mexíkó og Indland voru líka kosin í Öryggisráðið í öðrum ríkjahópum og kosið verður á milli Kenía og Djibouti.

Fimm ríki eiga fast sæti með neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en tíu ríki eru kosin til tveggja ára í senn af Allsherjarþingi samtakanna.

Eitt Norðurlandanna býður sig alla jafna fram til setu í ráðinu í annað hvert skipti.