Nýr alþjóðlegur dagur um fjöldamorðin í Srebrenica

0
14
Grafir í Srebrenica.
Grafir í Srebrenica. Mynd: Magdalena Otterstedt/Unsplash

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þess efnis að 11.júlí ár hvert skuli vera Alþjóðlegur dagur íhugunar og minningar um þjóðarmorðið  í Srebrenica í Bosníu-Hersegóvínu 1995.

Þýskaland og Rúanda lögðu tillöguna fram. 84 ríki voru henni samþykk, 19 voru á móti en 68 sátu hjá.

Antje Leendertse fastafulltrúi Þýskalands mælir fyrir ályktuninni. Mynd: UN Photo/Evan Schneider
Antje Leendertse fastafulltrúi Þýskalands mælir fyrir ályktuninni. Mynd: UN Photo/Evan Schneider

Flest Vesturlanda og ESB ríkja greiddu atkvæði með tillögunni að Ungverjalandi undanskyldu sem greiddi atkvæði á móti og Slóvakíu, sem sat hjá. Serbía, Rússland, Kína, Erítrea, Sýrland, Nikaragúa og Víetnam voru á meðal þeirra sem greiddu atkvæði á móti.

Fjöldamorðin í Srebrenica

Í júlí 1996 réðist her Bosníu Serba á Srebrenica, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði lýst griðasvæði. 8 372 múslimar, fullorðnir karlar og unglingar, voru myrtir og 20 þúsund manns reknir á brott úr bænum.

Lítil og léttvopnuð sveit hollenskra friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna fékk ekki rönd við reist.

Kona við gröf í Srebrencia.
Kona við gröf í Srebrencia. Mynd: Matieu Pons/Unsplash

Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði samþykkti ályktunarinnar og sagði hana heiðra þá sem létust, þá sem lifðu af og baráttuna fyrir réttlæti, sannleika og trygginga fyrir að slíkt endurtaki sig ekki.

„Ályktunin er enn athyglisverðari fyrir þær sakir að hátt settir pólitískir leiðtogar í Bosníu og Hersegóvínu og nágrannaríkjum, hafa ítrekað haft uppi tilburði til að endurskrifa söguna, afneita þjóðarmorðinu í Srebrenica og stunda hatursáróður,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Texti ályktunarinnar er byggður á ályktun Allsherjarþingsins þegar ákveðið var að 7.apríl skyldi vera dagur íhugunar um þjóðarmorðið 1994 í Rúanda.

Aleksandar Vučić forseti Serbíu tók þátt í umræðum fyrir hönd lands síns og varaði við samþykkt ályktunarinnar. Mynd: UN Photo/Evan Schneider
Aleksandar Vučić forseti Serbíu tók þátt í umræðum fyrir hönd lands síns og varaði við samþykkt ályktunarinnar. Mynd: UN Photo/Evan Schneider

Serbía: askja Pandóru

Aleksandar Vučić forseti Serbíu sagði að ályktunin kynni að opna öskju Pandóru. „Samþykktin er til þess fallin að opna gamalt sár og skapa pólitískan glundroða. Ekki aðeins í okkar heimshluta heldur jafnvel hér í þingsal Allsherjarþingsins,“ sagði Vučić.