Paradísarmissir á Hornströndum

0
562
12107972504 3724c03792 z 1

 12107972504 3724c03792 z 1

Mars/Apríl 2014. Hornstrandir á norðanverðum Vestfjarðakjálkanum hafa verið í eyði í eina öld.

Frá Hornströndum er skammt að heimskautsbaugnum og frá þessum landshluta sést móta fyrir snævi þöktum grænlenskum fjöllum á björtum degi. Austurströnd Grænlands er að mestu óbyggð eins og Hornstrandir. Jafnt Íslendingar sem erlendir ferðamenn sækjast í sívaxandi mæli eftir ósnortnu landslagi þar sem milljónir sjófugla og einstaka refur ráða ríkjum.Ekki skaðar að áhrifa mannsins gætir lítið, eða það hélt að minnsta kosti franski ljósmyndarinn Julien Joly þegar hann sótti þessar slóðir heim.

Hann átti ekki von á að sjá plast og aðra sjórekna aðskotahluti á strandlengjunni.

 

12107978324 27724de8d5 z„Ég hélt að staðir á borð við Hornstrandir hefðu fengið að vera í friði fyrir eyðandi hönd mannsins og plastmengun,“ sagði Joly í viðtali við fréttabréfið. „Það kom ekki síður illa við mig að sjá plast í maga fugla og sjávardýra.“

Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin telur að plastrusl drepi um það bil hundrað þúsund sjávarspendýr á ári um allan heim, auk milljóna fugla og fiska.

Í stað þess að halda heim með myndir af ósnortinni náttúru, hélt Joly aftur heim til Frakklands með nægt 12107994684 64e8062217 zmyndefni til að setja upp sýningu um rusl á Hornströndum í borginni Rennes á Bretagneskaga.

„Ég var í leiðangri með hópi frá rannsóknarsetri heimskautarefsins. Þegar við komum á Hornstrandir áttum við leið um langa strandlengju sem var full af marglitum brotum úr flotholtum og netum. Íslensku ferðafélagar mínir sögðu mér að þetta hefði allt rekið á land með hafstraumum.“

Samtökin Blái herinn hafa að baki 49 þúsund vinnustundir í sjálfboðavinnu við að hreinsa íslenskar strendur á undanförnum rétt tæpu tveimur áratugum.

12107976704 3ff8ccab35 zTómas Knútsson forsprakki Bláa hersins var spurður hvort ljósmyndirnar gæfu rétta mynd. „Já því miður, alls staðar þar sem straumar nema land við víkur og voga rekur bæði rekavið og annað rekald,m.a. plast og veiðarfæri og fleira drasl, m.a. hjólbarðar og matarumbúðir og þær eru frá mörgum þjóðlöndum ef maður dæmir það út frá prentuðu máli á umbúðunum.“

Og ef marka má ljósmyndir Julien Joly er þarna meira að segja að finna rusl frá Kína. Tómas segir hins vegar að veiðarfærin séu að mestu frá íslenskum skipum. „Sjómenn henda miklu rusli í hafið þó svo að til séu útgerðir sem banna slíkt alfarið.“

Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur um árabil barist fyrir því að uppræta mengun frá íslenskum fiskiskipum og hefur í meir en áratug kerfisbundið hreinsað strendur og safnað veiðarfærum úr gerviefnum. „Okkur er ekki kunnugt um að nokkur önnur fiskveiðiþjóð hafi tekið þessi mál eins föstum tökum og við Íslendingar,“ sagði Guðlaugur G. Johnsen, tæknifræðingur hjá LÍÚ.12107983094 6ed62893f8 z

12108253736 bab1801de6 zÍslenska ferðaþjónustan markaðsetur Ísland sem náttúrulegan og „hreinan“ áfangastað. Að sögn Julien Joly er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur. Hann segist hafa fengið sterk viðbrögð við myndum sínum á Íslandi og senn sterkari erlendis.

„Viðbrögð Íslendinga hafa verið sú að þeir harma ástand strandlengjunnar. Viðbrögðin voru enn harðari í Frakklandi, því við Frakkar lítum á Ísland sem náttúruparadís. Þessar myndir hafa því snert áhorfendur djúpt. Þeir trúa því tæpast að myndirnar hafi verið teknar nálægt heimskautsbaug. Ég vona að með því að koma við kauninn á fólk, sklji það hversu stórt vandamál þetta er og bregðist við.“

Myndir: franski ljósmyndarinn Julien Joly tók allar myndirnar og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans. 

Hér má sjá fleiri myndir Julien Joly: http://www.flickr.com/photos/113898745@N05/with/12107972504/