Sögulegt samkomulag í París

0
514
Paris agreement

Paris agreement

12.desember 2015. 195 ríki hafa komist að sögulegu samkomulagi á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París.

Með Parísarsamkomulaginu hafa öll ríki heims tekið höndum saman um sameiginlegt markmið sem byggir á ábyrgð hvers og eins þeirra í fortíð, nútíð og framtíð. 

Heimssamkomulagið miðar að því að hitastig á jörðinni við aldarlok hafi hækkað minna en tvær gráður á Celsius og að því að efla viðtleitni til að hiti hækki enn minna eða sem næst 1.5 gráðu á Celsius miðað við upphaf iðnbyltingar.

Að auki felur samkomulagið i sér þýðingarmikil markmið til að efla vðnám við afleiðingum loftslagsbreytinga.

Til þess að ná þessum metnaðargjörnu og mikilvægu markmiðum, verður tryggt að fjármagn renni til þróunarríkja til þess að efla enn viðnáms-aðgerðir þeirra og sérstaklega þeirra sem höllustum fæti standa í samræmi við landsmarkmið þeirra.

 „Með Parísarsamkomulaginu geta allir samningamenn og ríkjahópar haldið heim með fullri reisn.  Söguleg ábyrgð okkar er tröllaukin,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka og forseti COP21.

Ráðherrann komst bersýnilega við þegar hann sem forseti Loftslagsráðstefnunnar rak smiðshöggið á hana með því að berja fundarhamrinum í púltið til marks um að samkomulag hefði náðst. Samningmenn risu úr sætum og hylltu nýja samkomulagið með áköfu lófataki.

Gestgjafi ráðstefnunnar Francois Hollande, Frakklandsforseti sleit ráðstefnunni með því að hrósa samningamönnum. „Ykkur hefur tekist það. Metnaðarfullt, bindandi alheimssamkomulag er í höfn. Þið getið horfst í augu við börn ykkar og barnabörn með stolti.“

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði: „Þetta er stórsigur fyrir milliríkjasamskipti.“

Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=52802#.Vm1QNGQrKGE

http://newsroom.unfccc.int/unfccc-newsroom/finale-cop21/