Rannsóknar á kvennadrápum krafist

0
542

Manjoo

18. júlí 2012. Nýleg kvennadráp í Pakistan og Afganistan eru áminning um að  “kynbundin dráp á konum eru vaxandi vandamál á heimsvísu”, að sögn Rashida Manjoo, sjálfstæðs erindreka Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Manjoo sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún fordæmir drápin á Fareeda Afridi, mannréttindafrömuði í Pakistan, Hanifa Safi, fulltrúa kvennaráðuneytis Afganistan og opinbera aftöku afgönsku konunnar Najiba fyrir meint framhjáhald.
 
“Hvaða nafni sem slíkum drápum er gefið; standa ofbeldisverk af þessu tagi djúpum rótum í menningu og þjóðfélagi og viðgangast, eru þoluð eða réttlætt og oftast nær án refsingar,” segir sjálfstæði erindrekinn sem fjallar um og rannsakar ofbeldi gegn konum – orsakir þess og afleiðingar –  fyrir hönd Mannréttindaráðs Sameinuðu.

“Kvennadráp eru glæpir ríkis, þegar opinberar stofnanir og embættismenn eru ófær um að hindra þau og vernda og tryggja líf kvenna sem oft og tíðum mega þola alls kyns misrétti og ofbeldi um æfina,” segir Manjoo. Hún hvetur pakistönsk og afgönsk yfirvöld til að láta fara fram tafarlausa og óvilhalla rannsókn á þessum málum og draga hina seku fyrir rétt.

Ljósmynd: Rashida Manjoo, erindreki Mannréttindaráðsins ásamt Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. SÞ-mynd: Mark Garten