Sameinuðu þjóðirnar fordæma lög í Úganda

0
475

 

uganda

25.febrúar 2014. Mannréttiindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt ný lög í Úganda sem sett eru til höfuðs samkynhneigðum.

Í nýju lögunum er lagt bann við samkynhneigð og gert ráð fyrir allt að lífstíðarfangelsi fyrir “brot” tengd samkynhneigð, 

 Navi Pillay, Mannréttindastjóri segir að með lögunum sé lögð blessun yfir kerfisbundna mismunun gegn lesbíum, hommum, tvikynhneigðum og transfólki (LGBT) og hvatt til ofsókna og ofbeldis gegn þeim.“Andúð á samkynhneigð getur aldrei réttlætt að grundvallarmannréttindi séu brotin,” sagði Pillay. “Lögin eru svo almennt orðuð að hægt era ð nota þau til að misnota vald og beita þeim gegn hverjum einasta manni ekki aðeins LGBT hópnum”, segir hún í yfirlýsingu. Pillay lagði áherslu á að Úganda væri skylt bæði í krafti stjórnarskrár sinnar og alþjóðalaga, að virða réttindi allra einstaklinga og vernda þá gegn mismunun og ofbeldi.

Mannréttindastjórinn lýsti einnig ótta sínum við að lögunum verði beitt gegn þýðingarmiklu starfi verndara mannréttinda í landinu, og hvatti ríkisstjórnina til að grípa nú þegar til aðgerða til að sjá til þess að þeir séu ekki sóttir til saka fyrir störf sín.

Um þær röksemdir að lögin muni vernda börn fyrir misnotkun, sagði Pillay að það hefði engin áhrif á slíkt, að banna kynferðisleg samskipti fullorðinna með samþykki beggja.
Lögin kveða á um fimm til sjö ára fangelsi fyrir að “auglýsa”, “gera tilraun til”, “aðstoða“ og “aðstoða og hvetja til” og “taka þátt í samsæri um að stunda” samkynhneigð.