Samrækt: gömul speki í þágu nýstárlegrar matvælaframleiðslu

0
777


Fæðuframleiðsla og mataræði taka miklum breytingum þessa dagana og mikil nýsköpun er i gangi.  Samrækt er fæðuframleiðslukerfi þar sem fiskeldi og vatnsræktun eru sameinuð. Afurðirnar eru á sama tíma fiskur og nytjaplöntur. Kerfið rímar við hringrásarhagkerfið þar sem stefnan er að ekkert fari til spillis. Útbreiðsla samræktar (aquaponics) gæti fært okkur meiri staðbundna, heilbrigðari og umhverfislega sjálfbærari fisk og jurtir á matarborð fólks um allan heim.

Matvælaframleiðsla er í kreppu

Núverandi fæðuframleiðsla á þátt í  loftslagsbreytingum og stuðlar að því að við töpum fjölbreytni lífríkisins. En fólk þarf að borða og þvi verður ekki hjá því komist að finna lausnir á þeim vanda sem fylgir matvælaframleiðslu. Þær spurningar sem reynt er að svara þessa dagana eru til dæmis hvernig við drögum úr losnun metans (mýragas) í landbúnaði. Og hvaða áhrif hefur aukin fiskneysla á fiskstofna sem nú þegar eru ofnýttir? Hvernig getum við hagað fæðuframleiðslu þannig að við tryggjum jafnvægi á milli þarfa og velmegunar fólks og þarfa plánetunnar?

Ofveiði og ólöglegar fiskveiðar eru alvarlegt vandamál víða um heim. Ekki er að undra að bent sé á hefðbundið fiskeldi sem lausn á fæðuvandanum. Á hinn bóginn fylgir ákveðinn vandi fiskeldi í hafi, svo sem losun næringarefni sem eyðileggur vistkerfi í nærumhverfinu.    

Á sama tíma ógnar mengun frá iðnaði og og plastúrgangur sem finnst víðast hvar í vistkerfum  heilnæmi og öryggi matvæla sem við leggjum okkur til munns.

Enn má svo nefna að loftslagsbreytingar knýja á um nýjungar, þolgæði og aðlögunarhæfni matvælaframleiðslu- og kerfa.

Sigurstrangleg nýsköpun

Samrækt felur í senn í sér fiskeldi og jarðvegslausa ræktun.Hér er um að ræða fæðuframleiðslu þar sem fiskurinn og nytjajurtirnar eru alin og ræktuðu á samþættu og samhagsmunalegu kerfi.   Samæktin er einnig kerfi sem á heima innan hringrásarhagkerfisins þar sem miðað er að því að allt sé nýtt og ekkert fari til spillis.

Aðalmarkmiðið í samræktar-kerfi er að örfa vöxt jurta með því að nýta úrgang fiskeldisins. Í samræktinni nýtist fiskeldisúrgangurinn sem áburður handa jurtum og jurtirnar hreinsa vatnið á sama tíma í þágu fiskjar. Hvoru tveggju hagnast á tilveru hins.

Samrækt er gömul hugmynd. Hún fylgir og líkir eftir því sem gerist í náttúrunni. Kínverjar til forna og Astekar beittu slíkum aðferðum við matvælaframleiðslu áður en nútímavísindi komu til sögunnar.    

Chinampa er eyja í miðri Mexíkóborg sem á rætur að rekja til Tenoctitlan höfuðborgar Asteka fyrir daga landafundanna. Þar er stunduð hringrásarræktun matvæla í einni fjölmennustu borg heims. Hún hefur verið færð á landbúnaðar-minjaskrá FAO, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 

Gamlar hugmyndir Asteka vekja nú aukna athygli um allan heim. Þær fela í sér skilvirka nýtingu náttúruauðlinda þar sem forðast er að láta nokkuð fara forgörðum. Hefðbundin matvælaframleiðsla er oftast línulaga og látið gott heita að úrgangi sé hent í lokin.

Hringrásaraðferð samræktarinnar hefur sina kosti. Einn þeirra er góð vatnsnýting því vatn er endurnýtt og notað aftur og aftur. Þetta gerir framleiðendum kleift að nota aðeins 10% þess vatns sem notaður er í hefbðundinni matvælaframleiðslu.

Annar helsti kostur kerfisins er að forðast er að búa til úrgang, sem er einn helsti ókostur matvælaframleiðslu okkar daga. Í samrækt umtalsverða umhverfislega og efnahagslega kosti. Í hefðbundnu línulaga kerfi er úrgangur losaður í umhverfið án þess að nýta sér næringargildi fiskúrgangar.

Með nútímavísindum og tækni getur samræktun átt sér stað á ymsum stöðum og stærðum. Hún getur átt sér stað á húsþökum, svölum og kjöllurum. Lóðréttur landbúnaður miðar að því að nýta land á skilvirkari hátt. Hann getur leikið mikilvægt hlutverk í endurheimt lands sem er þýðingarmikið við að skapa heilbrigðari vistkerfi.

Samrækt getur átt þátt í að færa matvælaframleiðslu inn í borgar og á staði þar sem hvorki náttúruleg gróðurmold né vatnsbirgðir eru til staðar. Hér er um að ræða lokað kerfi sem dregur úr hættu á skakkaföllum af utanaðkomandi stjórnlausri mengun eða loftslagsbreytingum.

En slíkt kerfi hefur ekki einungis umhverfislegan og heilsufarslegan ávinning í för með sér. Efnahagslegur og félagslegur ávinningur getur verið umtalsverður. Samrækt eflir staðbundna matvælaframleiðslu. Og staðbundin matvælaframleiðsla styður svo við bakið á samfélögum, skapar störf, glæðir efnahag og skapar lífsviðurværi. Samrækt er því dæmi um nýsköpun og tækifæri sem styðja við bakið Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Í þessu myndbandi útskýrum við samrækt og hvaða möguleika hún opnar við að leysa ýmis vandamál í núverandi matvælaframleiðslu.

Hefurðu áhuga á að stunda samrækt á eigin heimili? Sjá nánar hér.   Sjá nánar um samrækt á vefsíðu FAO hér .