WHO varar við nýrri COVID bylgju í haust

0
769
COVID-19
Mynd: HelloImnik/Unsplash

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að ný COVID bylgja geti brotist út í Evrópu með haustinu haldi menn ekki vöku sinni.

Dr. Hans Kluge forstjóri Evrópuskrifstofu WHO sagði á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag að 3 skilyrði séu fyrir hendi til að ný bylgja fjölgunar sjúkarhús-innlagna og dauða vegna COVID-19 geti orðið fyrir haustið. 

„Skilyrðin eru ný afbrigði, skortur á bólusetningum, aukin félagsleg tengsl. Þetta getur haft í för með sér nýja bylgju í Evrópu-umdæmi WHO ef við erum ekki öguð, ekki síst nú þegar færri reglum ber að fylgja. Okkur ber öllum að láta bólusetja okkur tafarlaust þegar röðin kemur að okkur,” sagði Kluge.

Faraldurinn langt í frá á enda

Í síðustu viku fjölgaði COVID-19 tilfellum í Evrópu eftir að þeim hafði fækkað jafnt og þétt í tíu vikur í þeim 53 ríkjum sem tilheyra Evrópu-umdæmi WHO.

Greindum COVID-19 smitum fjölgaði um 10% í Evrópu í kjölfar þess að takmörkunum var aflétt á samkomum og ferðalögum.

„Þessar tölur benda til að faraldurinn sé allls ekki búinn. Hvort heldur sem er almennir borgarar eða yfirvöld ættu ekki að velkjast í vafa um það,” sagði Kluge.

Nýja Delta-abrigðið hefur nú yfirtekið alpha afbrirgðið og hefur þegar haft í för með sér fjölgun innlagna á sjúkrahús og dauða.

2 bólusetningar duga gegn Delta

„Frá og með ágústmánuði mun delta verða ríkjandi í Evrópu-umdæmi WHO. Hins vegar verður umdæmið ekki fullbólusett. 63% íbúanna bíða enn fyrstu bólusetningar. Í ágúst verður hins vegar að mestu búið að fella úr gildi takmarkanir í Evrópu með fjölgun ferðalaga og samkoma,“ sagði Kluge.

WHO tekur fram að bólusetningur dugi gegn Delta-afbirgðinu en til þess þarf tvær bólusetningar.

Að meðaltali eru 24% íbúa Evrópu-umdæmisins bólusettir, helmingur eldra fólks og 40% heilbrigðisstarfsmanna.

„Þetta er óásættanlegt og fjarri takmarkinu um 80% fullorðinn,“ sagði Kluge.