Sérfræðingar SÞ vilja rannsókn á mannréttindabrotum gegn palestínskum konum og stúlkum

0
146
Aya, fimm ára, að leik í skóla UNRWA, þar sem fjölskylda hennar hafði leitað skjóls.
Aya, fimm ára, að leik í skóla UNRWA, þar sem fjölskylda hennar hafði leitað skjóls. Mynd: OCHA

Gasasvæðið. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum hafa lýst áhyggjum sínum af trúverðugum ásökunum um skelfileg mannréttindabrot á palestínskum konum á Gasasvæðinu og Vesturbakka Jórdanar.

Palestínskar konur og stúlkar hafa verið teknar af lífi af handahófi á Gasa, oft og tíðum ásamt fjölskyldum sínum, þar á meðal börnum, herma upplýsingar sem borist hafa sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna.

Palestínskar konur á flótta ásamt börnum sínum.
Palestínskar konur á flótta ásamt börnum sínum. Mynd: WHO

„Við erum slegin yfir fréttum af því að palestínskar konur og börn eru skotmörk og drepin án dóms og laga þar sem þau hafa leitað griða eða á flótta. Í sumum tilfellum héldu fórnarlömbin hvítu klæði á lofti þegar þau voru drepin af ísraelska hernum eða tengdum aðilum,” segja sérfræðingarnir.

Í haldi í búrum

Þeir hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af handahófskenndum fangelsunum hundruða palestínskra kvenna og stúlkna, þar á meðal mannréttindafrömuða, blaðamanna og mannúðarstarfsmanna á Gasa og vesturbakkanum frá 7.október.

Börn að leik í búðum fyrir flóttafólk í suðurhluta Gaza.
Börn að leik í búðum fyrir flóttafólk í suðurhluta Gaza. Mynd: WHO

Margar konur hafa sætt ómannúðlegri og grimmileri meðferð. Þeim hefur verið meinað um túrbindi, mat og lyf og sætt barsmíðum. Að minnsta kosti eitt dæmi er um að palestínskar konur hafi verið í haldi matarlausum  í búri í rigningu og kulda á Gasa.

Nauðganir og kynferðislegt ofbeldi

 „Við erum sérstaklega slegin óhug yfir fregnum af því að palestínskar konur og stúlkur hafi sætt margs konar kynferðislegum árásum, svo sem að vera gert að afklæðast og leitað á þeim af ísraelskum karlmönnum í hernum. Að minnsta kosti tvær palestínskar konur í haldi hafa sagt frá nauðgun og kynferðislegu ofbeldi,“ segja sérfræðingarnir.

Þeir hafa einnig sagt frá myndatökum af konunum við niðurlægjandi aðstæður, sem Ísraelsher hafi tekið og sett á netið.

Sérfræðingarnir hafa lýst áhyggjum af því að óþekktur fjöldi palestínskra kvenna og barna, þar á meðal stúlkur, hafi horfið eftir að hafa verið í návist við Ísraelsher á Gasa.

Búðir UNRWA í Khan Younis
Búðir UNRWA í Khan Younis. Mynd:
UNICEF/Abed Zaqout

Óháð rannsókn nauðsynleg

Þeir hvetja til óháðrar, hlutlausrar, tafarlausrar, ítarlegrar og skilvirkrar rannsóknar á ásökunnum og hvetja Ísrael til samvinnu við rannsakendur.

„Að öllu samanlögðu, geta þessir verknaðir falið í sér alvarleg brot á alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum og falið í sér alverlega glæpi að alþjóðlegum glæpalögum, sem unnt væri að saksækja samkvæmt Rómarsáttmálanum,“ segir í yfirlýsingu þeirra.

Sérfræðingarnir eru Reem Alsalem sérstakur erindreki um ofbeldi gegn konum og stúlkum, Francesca Albanese sérstakur erindreki um ástand mannréttinda á palestínskum svæðum frá 1967, Dorothy Estrada Tanck (formaður), Claudia Flores, Ivana Krstić, Haina Lu, og Laura Nyirinkindi, meðlimir vinnuhóps um mismunun gegn konum og stúlkum.

Sérfræðingarnir eru kosnir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og eru hluti af svokallaðri sérstakri málsmeðferð (Special Procedures). Þeir eru sjálfstæðir, eru ekki starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þiggja ekki laun.