Sérfræðingur SÞ: Inúítar njóta enn ekki fullra mannréttinda

0
337
Nuuk höfuðstaður Grænlands.
Nuuk höfuðstaður Grænlands. Thomas Leth-Olsen Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

Grænland. Inúítar. Frumbyggjar. Mannréttindi. Danmörku og Grænlandi ber að takast á við neikvæð áhrif arfleifðar nýlendutímans. Hún hefur haft í för með sér kerfislæga kynþáttamismunun gagnvart samfélögum frumbyggja Inúíta, að mati óháðs sérfræðings, sem skipaður var af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Frumbyggjar. Mannréttindi
José Francisco Cali Tzay sérstakur erindreki um réttindi frumbyggja. Mynd: OHCHR

Sérfræðingurinn, José Francisco Cali Tzay, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja, hélt blaðamannafund og gaf út yfirlýsingu að lokinni tíu daga heimsókn til landanna tveggja á föstudag.

Inúítar eru nærri 90% íbúa Grænlands, sem nýtur sjálfsstjórnar innan danska ríkisins, en var nýlenda til 1953.

Að mati Cali Tzay eru enn þrándar í götu fyrir því að þeir njóti mannréttinda að fullu.

Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir

„Mér hraus sérstaklega hugur við frásögnum Inúíta-kvenna, sem sögðu frá því að dönsk heilbrigðisyfirvöld hefðu látið setja lykkju í þær án vitundar þeirra eða samþykkis. Sumar voru ekki nema 12 ár gamlar,“ sagði Cali Tzay.

Hann minnti á frásagnir af því að börn Inúíta-kvenna sem bjuggu í Danmörku hefðu mátt sæta því að börn hafi verið tekin af þeim án vitundar og samþykkis þeirra og komið í fóstur hjá Dönum.

Cali Tzay  hvatti Danmörku til að endurskoða aðferðir sínar við að meta hvenær Inúítabörn skuli fóstruð fjarri heimili. Jafnframt beri að takast á við kerfislæga hlutdrægni innan umönnunarþjónustu.

Misnotkun, fátækt og sjálfsvíg

Alþjóðlegur dagur frumbyggja
Grímur á Grænlandssafni. Mynd: Lebatihem/Flickr/ Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic (CC BY-NC-ND 2.0)

Á sama tíma glímir Grænland enn við margs konar félagslegar áskoranir sökum fátækar og skorti á fullnægjandi húsnæði, viðeigandi gæða-menntun og lítillar geðheilbrigðisþjónustu, bætti hann við.

„Um 20% barna á Grænlandi, eru talin hafa sætt ofbeldi og kynferðislegri misnotkun,“ sagði hann og bætti við að þar væri ein hæsta sjálfsvígstíðni í heimi.

Í ferð sinni varð erindrekinn var við skort á verkferlum til að tryggja rétt Inúíta til að njóta réttar síns og frjálst,  fyrirfram og upplýst samþykki þeirra væri tryggt. Hér vísaði hann meðal annars til þegar gefin væru leyfi í ferðaþjónustu og þegar verkefnum í atvinnulífi væri hrint í framkvæmd, svo eitthvað sé nefnt.

Hafa ber Inúíta með í ráðum

„Ég hvet stjórn Grænlands til að ráðgast við Inúíta, þegar námagröftur, ferðamennska og bygging innviða hefur áhrif á hefðbundið lífsviðurværi þeirra,“ sagði sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna.

Hann lauk lofsorði á að hve miklu leyti Grænland stjórnaði sínum málum sjálft. Hann sagði að slíkt væri til fyrirmyndar „fyrir raunhæfa sjálfstjórn frumbyggja og friðsamlegt ferli í átt til sjálfsákvörðunar frumbyggja um allan heim.“

Um sérstaka erindreka

Grænland Mannrétindi Frumbyggjar
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. UN Photo

Sérstakir erindrekar á borð við Cali Tzay fá umboð til starfa frá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem starfar í Genf.

Þeir vinna í eigin nafni og starfa óháð ríkisstjórnum eða samtökum. Þeir eru ekki starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og er ekki greitt fyrir vinnu sína.