SÞ fordæma árásir í París

0
546
Paris France1

Paris France1

14.nóvember. Öryggisráð og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt “viðurstyggilegar” hryðjuverkaárásir í París.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri hefur sent sínar innilegustu samúðarkveðjur tiil aðstandenda fórnarlamba og óskað særðum skjóts bata. Í yfirlýsingu segist Ban styðja ríkisstjórn Frakklands og frönsku þjóðina.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásina í yfirlýsingu og segir hana „villimannslega.” leggur í samþykkt áherslu á að hryðjuverkamenn verði handsamaðir og færðir fyrir rétt. 

Mogens Lykketoft forseti Allsherjarþings samtakanna fordæmir árásina og segir:

„Við verðum öll að standa saman til að sigrast á þessum viðbjóðslegu grimmdarverkum.”

„Ódæðismennirnir munu ekki bera sigur úr bítum. Slík grimmd á ekki heima í heimi nútímans.”