SÞ fordæma nauðgun á Indlandi

0
553

Indian woman

4. janúar 2013. Oddvitar Sameinuðu þjóðanna hafa látið í ljós samúð sína eftir að 23 ára kona lest í Nýju Dehli en henni var nauðgað af sex karlmönnum 16. desember síðastliðinn. Mótmæli hafa brotist út víða á Indlandi og djúp sorg ríkir í landinu. “Krafan er sú að gerðar verði breytingar til þess að uppræta kynbundna mismunun og skapa menningu þar sem ríkir virðing fyrir konum jafnt í orði sem á borði,” segir Navi Pillay, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri samtakanna fordæmdi árásina og vottaði aðstandendum samúð sína. “Ofbeldi gegn konum má hvorka afsaka, þola né láta viðgangast. Hver stúlka og kona á rétt á virðingu og vernd,” sagði talsmaður Bans í yfirlýsingu.