Súðbyrðingur og trommudans á UNESCO-lista

0
763
Gaukstaðaskipið telst vera súðbyrðingur.

UNESCO hefur formlega tekið hinn norræna súðbyrðing og trommudans Inúíta inn á lista yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Þetta var ákveðið á árlegum fundi nefndar UNESCO, Mennta-,menningar og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Súðbyrðingur á rætur að rekja til grárrar forneskju á Norðurlöndum, en hvort tveggja víkingaskip og hefðbundnir íslenskir árabátar teljast til þessarar skipstegundar.  Byrðingur bátsins er smíðaður þannig að borð eru flest langsum á kjöltréð og hvert þeirra skarast við borðin á undan.

Öll Norrænu ríkin fimm lögðu fram tillögu um að skrá súðbýrðinginn á listann.

Á sama fundi var að tillögu daga samþykkt að skrá Trommudans og söng Inúíta á sama lista.

Hér er auðvitað um að ræða trommudans Grænlendinga sem margir þekkja.