Sykursýki: þögli morðinginn

0
848
Sykursýki

Sykursýki hefur verið líkt við þöglan morðingja sem læðist aftan að þér. Þessi sjúkdómur gleymist oft en hann er ein af tíu helstu dánarorsökum í heiminum að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). 14.nóvember er Alþjóðlegur dagur sykursýki.

Á alþjóðlega deginum  var kynntur undirbúningur að  Alheimssáttmála um sykursýki á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO Global Diabetes Compact.)

Alþóðlegur dagur sykursýkiÁrið 2016 dró sykursýki 1.6 milljón manna til dauða. Til samanburðar má nefna að um það bil 1.3 miljón manna hefur látist af völdum COVID-19 hingað til í heiminum.  Ekki má gleyma því að sykursjúkum stafar meiri hætta af COVID-19 en flestum öðrum. Þar að auki verða þeir fyrir barðinu á álaginu á heilbrigðiskerfið vegna COVID-19.

Sykursýki er krónískur og ólæknandi efnaskiptasjúkdómur.  Einkennin eru hættuleg aukning blóðsykurs sem getur valdið skemmdum á hjarta, æðum, augum, nýrum og taugum.  Hann er algengasta orsök blindu og aflimanna.

420 milljónir sykursjúkra

SykursýkiAlgengasta tegundin er kölluð sykursýki 2. Fyrstu einkenni hans eru mild eða lítil sem engine og þess vegna verður hann að hljóðlátum morðingja sem oft uppgötvast ekki svo árum skiptir.

Fyrir þá sem þjást af sykursýki er brýnt að hafa aðgang að meðferð á viðráðanlegu verði, þar á meðal að insúliní.

Yfir 420 milljónir manna eru með sykursýki. Meirihltuinn býr í lág- eða meðaltekjuríkjum. 1.6 milljón dauðsfalla á ári má rekja beint til sykursýki árlega. Fjöldi sjúklinga hefur aukist ár frá ári undanfarna áratugi.

Frá uppgötvun insulins til sykursýkis-sáttmála

Á Alþjóðlega degi sykursjújkra hélt Alþjóða heilbrigðismálastofnunin viðburð á netinu þar sem forstjórinn Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus, fulltrúar ríkisstjórna, almannasamtaka og sjúklingar ræddu frmatíð forvarnaaðgerða og meðferðar.

Tilkynnt var um Alheimssáttmála um sykursýki á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Í honum felst heildstæð nálgun á sykursýki. Markmiðið er að fylkja liði allra málsaðila, hvort heldur sem er lyfjaiðnaðarins eða sjúklinga. Hann verður kynntur til sögunnar í apríl 2021 egar öld verður liðin frá uppfinningu insúlíns sem bjargar milljónum mannslífa á hverju ári.

 

„Til að minnast hundrað ára afmælis uppfinningar insúlíns í apríl á næsta ári hafa WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar lagt drög að Alheims-sáttmála um sykursýki. Þetta er nýtt frumkvæði þar sem skilgreind verða ný markmið um bata, verð, ný tækni og vegvísar, og verkferli til að stýra nýsköpun,“ sagði forstjóri WHO af þessu tilefni.

Aldarafmæli

Árið 1921 tókst F.G. Banting lækni og Charles Best læknanema við Toronto háskóla í Kanada að einangra insúlín hormóninn í fyrsta skipti.  Árið síðar í janúar 1922 var insúlíni sprautað í fyrsta sjúklinginn en það var hinn fjórtán ára gamli Leonard Thompso. F.G. Ganting og samstarfsmaður hans J.J.R Macloed fengu síðar Nóbelsverðlaunin í læknisfræði.

Nú nærri öld síðar bjargar insúlín enn mannslífum. Sykursýki-meðferð er orðin að ábatasömum iðnaði og gríðarlegt magn insúlins er framleitt. Engu að síður hefur annar hvor þeirra sem þjáist af sykursýki 2 ekki aðgang að hormóninum af fjárhagsástæðum. Markmið Alheims-sáttmálans um sykursýki er að auka aðgang að insúlíni sérstaklega í lág- og millitekjuríkjum þar sem sjúkdómurinn fer sífellt í vöxt.