Þjóðarframleiðsla er ekki eina skilyrði þróunarhjálpar

0
443
Lítil ey-þróunarríki
Míkrónesía. Mynd: Marek Okon.

 Lítil ey-þróunarríki eru sérstaklega útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Þótt þau séu ekk öll á meðal fátækustu ríkja heims, þurfa þau á aðstoð að halda til að elfa þolgæði þegar afleiðingar loftslagbreytinga eru annars vegar, þar á meðal hækkun yfirborðs sjávar.

Erna Solberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs tók að sér í febrúar síðastliðnum að vera annar tveggja formann nefndar sem á að skipa tilllögum til Sameinuðu þjóðanna um að koma upp vísitölu þar sem þetta er tekið með í reikninginn.

Skilgreina þörf

Lítil ey-þróunarríki
Míkrónesía. Marek Okon ( /nsplash

 „Verkefni okkar okkar er að skilgreina þörf ríkja fyrir aðstoð með öðrum hætti en með því að líta einungis á þjóðarframleiðslu,“ útskýrir Erna Solbergí viðtali við vefsíðu UNRIC. „Við úthlutun aðstoðar ber einnig að líta á hversu höllum fæti þau standa.“

Solberg nefnir dæmi.

„Sum ríkja í Karíbahafinu eru meðatltekjuríki, þótt lítil séu. Önnur eru örsnauð, enn önnur síður. En við höfum gert okkur ljóst að þessi ríki þurfa á aðstoð að halda til að efla viðnám sitt og þolgæði við áhrifum loftslagsbreytinga.“

Að draga úr losun er ekki nóg

Solberg leggur áherslu á sveigjanleika við ákvarðanatöku fjármálastofnana.

Erna Solberg ávarpar fund Sameinuðu þjóðanna
Erna Solberg ávarpar fund Sameinuðu þjóðanna. UN Photo

„Miklu fé er varið til að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. Mörg ríkja sem sækja um framlög úr Græna sjóðnum, hafa svotil enga losun,“ segir Solberg.  „Það þarf að tryggja að fjármagni renni einnig til þess að efla ríki og auka þolgæði þeirra andspænis loftslagsbreytingum. “

„Margar þessara eyju er einnig staðsettar á öfga-veðursvæðum, þar sem hættan eykst á að ríki hafi ekki náð sér eftir einn fellibyl, þegar annar ríður yfir.“

Hafráðstefnan

 Loftslagsbreytingar eru þó síður en svo einu vandamálin sem þessar smáu eyjar glíma við. Solberg viðurkennir að hún eins og margir aðrir hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með niðurstöður Hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon. Engu að síður fagnar hún því að norska stjórin sem tók við af þeirri sem hún veitti forstöðu, hafi fylgt eftir frumkvæði um að berjast gegn ólöglegum fiskveiðum.

„Það er erfitt fyrir lítil ríki, sem liggja á mörgum eyju, að vernda lögsögu sína og tryggja að ofveiði sé ekki stunduð. Það er því knýjandi nauðsyn að hjálpa þeim með aðstoð gervihnatta.”