Þungar áhyggjur af átökum á hernumdum svæðum

0
535
Lögregla í Sheikh Yarrah hverfinu í A-Jerúsalem. Mynd: Yahya Arouri

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst „þungum áhyggjum” af stigvaxandi ofbeldi á herteknu svæðunum í Palestínu. Skrifstofa Mannréttindastjóra samtakanna ( OHCHR) hefur hvatt til að menn tvíefli viðleitni til að koma á ró að nýju. 

Ísraelar hafa gert loftárásir eftir átök á milli mótmælenda og ísraelskrar lögreglu. Núverandi hrina ofbeldisverka kemur í kjölfar yfirvofandi brottrekstrar palestínskra fjölskyldna frá heimilum í Austur-Jerúsalem. Þá hafa deilur um aðgang að Jerúsalem valdið deilum. Borgin er helg borg Íslams, gyðingdóms og kristni.

Guterres áhyggjufullur

Antóio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag þungum áhyggjum af gangi máli, þar á meðal blóðsúthellinga á Gasasvæðinu „sem bætist ofan á aukna spennu og ofbeldi í hinni herteknu Austur-Jerúsalem” sagði í yfirlýsingutalsmanns hans.

„Hann er sorgmæddur yfir fjölda látinna, þar á meðal barna, í loftárásum Ísraela á Gasa og ísraelsk dauðsföll eftir eldflaugaárás frá Gasa.”

Hann hvatti ísraelskar öryggissveitir til að sýna stillingu og gæta meðalhófs við beitingu valds. Þá sagði hann að handahófskenndar árásir með elfdlaugum og sprengjum á ísraelskar íbúðabyggiðir væru óásættanlegar.

Mannréttindastjóri krefst virðingar fyrir alþjóðalögum

Rupert Colville talsmaður Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna sagði að fleiri en 900 Palestínumenn hefðu særst frá 7. til 10. Maí í Austur-Jerúsalem og rúmlega 200 á Vesturbakkanum. 250 eldflaugum hefði verið skotið á Ísrael og sært að minnsta kosti 17 ísraelska borgara.

Colville segir að árásir af slíku handahófi séu algjörlega bannaðar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og verði að stöðva tafarlaust.

24 Palestínumenn höfðu látist í loftárásum Ísraela á Gas, þar af níu börn og ein kona.

„Ísrael ber að virða alþjóðleg mannúðarlög,” sagði Colville.„Árásum, þar á meðal loftárásum, ber eingöngu að beina gegn hernaðarmannvirkjum.”