Tími til kominn að sigrast á „Hvíta dauða“

0
1131

Berklar hafa verið kallaður „Hvíti dauði” eða „Mikla hvíta plágan“ og eru enn banvænasti smitstjúkdómur heims. Alþjóðadagur berkla er haldinn 24.mars.

Á hverjum degi bana berklar 4500 manns og nærri 30 þúsund smitast.

Berklar voru ein helsta lýðheilsuvá nítjándu aldar og fyrri hluta hinnar tuttugustu.

Á nítjándu mátti rekja fjórða hvert dauðsfalla til berkla og svo seint sem 1918 sjött hvert í Frakklandi. Um 1950 hafði dauðföllum fækkað um 90% á Vesturlödnum.

Á hverju ári er haldinn Alþjóðadagur berkla 24.mars til að vekja fólk til vitundar um afleiðingar sjúkdómsins. Dagurinn var valinn til að minnast þess að þennan dag árið 1882 tillkynnti dr. Robert Koch að hann hefði fundið bakteríuna sem veldur berklum.

Þema berkladagsins 2021 er „Tími til kominn“ og er þar lögð áhersla á hve brýnt það er að veraldarleiðtogar skuldbindi sig til að vinna but á berklum um allan heim.

Þetta myndband sýnir hvers vegna baráttan gegn berklum er þýðingarmikil.