Ljósin slökkt í þágu lífríkisins

0
690

Búast má við að afdrifaríkar ákvarðanir verði teknar í ár um loftslagsaðgerðir, náttúruna og sjálfbæra þróun. Þessar ákvarðanir kunna að marka braut mannkynsins og plánetunnar næstu ár og áratugi. Stund Jarðar verður haldin laugardaginn 27.mars. Þá tekur fólk um allan höndum saman til að náttúran verði í fyrirrúmi á alþjóðlegum vettvangi. 

Stund Jarðar er frá 20:30 til 21.30 og eru allir sem vilja taka þátt hvattir til þess að slökkva ljósin. Þótt heimurinn glími við heimsfaraldur er ekki síður ástæða til þess að minna veraldarleiðtoga á að hafa framtíð jarðarinnar að leiðarljósi í starfi sínu.

Í þágu lífríkisins 

Markmiðið með Stund Jarðar er að senda áhrifafólki um allan heim öflug skilaboð. Þau eru þau að grípa verði til aðgerða í þágu loftslagsins og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.

Fjölbreytni lífríkisins er miðlæg í fimmtánda lið Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun – Líf á landi.  Þar er kveðið á um aðgerðir til að spyrna við fótum í þágu lífríkisins.

Áður en faraldurinn braust út var talið að 31 þúsund allra þekktra lífvera væru í útrýmingarhættu. Þar að auki hafa 100 milljónir hektarar skóglendis tapast frá því aldamótaárið 2000. Enn má nefna að einungis þriðjungur þátttökuríkja hafa náð landsmarkmiðum sínum um viðspyrnu við hnignun lífríkisins.

Stund Jarðar hefur átt sinn þátt í að efla vitund almennings um loftslagsbreytingar og þoka málinu efst á forgangslista alheimsmála.

Hreyfingin hefur stuðlað að stofnun 3.5 milljón hektara verndar-hafsvæðis í Argentínu og 2.700 hektara Stundar Jarðar-skógar í Úganda. Ak þessa má nefna bann við notkun plasts á Galapagos-eyjum og gróðursetningu 17 milljóna trjáa í Kasakstan, svo eitthvað sé nefnt.

Áratugur aðgerða

Áratugurinn sem er framundan felur í sér kjörið tækifæri og áskorun á okkur öll að grípa til aðgerða til að framfylgja Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Á þessu ári eru veraldarleiðtogar boðaðir til funda og ráðstefna í því skyni að móta dagskrá umhverfismála næsta ártuginn og jafnvel lengur.

Árangur hefur víða náðst og á mörgum sviðum, en þegar á heildina er litið er langt í land með að Heimsmarkmiðunum hafi verið framfylgt nægilega hratt og mikið.

Áhrif COVID-19 faraldursins á öll 17 Heimsmarkmiðin hafa sýnt að það sem hófst sem heilsuvá hefur þróast yfir í mannlega-, félagslega og efnahagslega rkeppu. Kreppan hefur grafið undan árangri við að ná Heimsmarkmiðunum en hefur á sama tíma fært mönnum heim sanninn um miklvægi þess að hrinda þeim í framkvæmd. Hlúa ber að þeim árangri sem náðst hefur.

Slökkvum ljósin

 Stund Jarðar var fyrst haldin í Sidney árið 2007 á vegum World Wildlife Fund í Ástralíu en þar hafa loftslagsbreytingar herjað á landsmenn með langvinnum þurrkum.

Að þessu sinni eru ljósin slökkt í fimmtánda skiptið. Árið 2020 tóku 190 ríki þátt í átakinu og slökktu ljósin, ekki til að spara orku, heldur að lýsa stuðningi við málefnin með táknrænum hætti.

Takið þátt í Stund Jarðar með því að slökkva ljósin 20.30-21-30 laugardaginn 27.mars og takið þátt í umræðunni á samfélagsmeðlimum; myllumerkn  #EarthHour #Connect2Earth og #TogetherPossible.