UNRWA þakkar stuðning Íslands við að bjarga mannslífum á Gasa

0
74
UNRWA sinnir heilbrigðisþjónustu á Gasa.
UNRWA sinnir heilbrigðisþjónustu á Gasa. Mynd: UNICEF/Eyad El Baba

Gasasvæðið. Philippe Lazzarini forstjóri UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálparinnar, hefur lokið lofsorði á Ísland fyrir tryggð við stofnunina. Íslensk stjórnvöld tilkynntu á föstudag um þriðja neyðar-framlag sitt frá því átök blossuðu upp á Gasasvæðinu eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7.október.

Framlag Íslands var 85 milljónir, en áður hafði verið tilkynnt tvívegis um 70 milljóna framlög eða alls 140 milljónir króna, 24.október og 9.nóvember.

„Með þessu þriðja neyðarframlagi til UNRWA sýnir Ísland staðfastan vilja sinn til að draga úr þjáningum óbreyttra borgara á Gasa,“ sagði Lazzarini í yfirlýsingu. „Framlag Íslands mun stuðla að því að 945 þúsund manns sem leitað hafa skjóls hjá UNRWA, berst lífsnauðsynleg aðstoð.“

Eyðilegging á Gasa.
Eyðilegging á Gasa.Mynd: © UNICEF/Hassan Islyeh

Samningur til fimm ára

Minna má á að Ísland og URNWA undirrituðu nýjan rammasamning fyrir árin 2024-2028 21.september síðastliðinn. Samkvæmt því hækkaði árlegt framlag Íslands úr 25 milljónum króna í 110 milljónir.

Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra í fréttatilkynningu frá UNRWA að Ísland sé staðráðið í að halda áfram að veita þjáðum óbreyttum borgurum á Gasa lífsnauðsynlega aðstoð. „Við höfum lengi unnið með UNRWA og kunnum að meta hið mikilvæga hlutverk sem stofnunin gegnir í að takast á við neyðarástandið,“ sagði Bjarni Benediktsson.