Úrskurður gefur loftslagsflóttamönnum byr undir vængi

0
703
Loftslagsflóttamenn Kiribati
Peia Kararaua, 16 ára leggst til sunds á flóðasvæði í þorpinuí Aberao á Kiribati. Mynd/UNICEF

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur kveðið upp úrskurð þess efnis að ríki geti ekki flutt úr landi einstaklinga sem leitað hafa hælis vegna loftslagsvár.

Þetta er í fyrsta skipti sem mannréttindanefndin tekur afstöðu til málefna svokallaðra loftslagsflóttamanna og úrskurðurinn kann að hafa fordæmisgildi.

Kæran snýst mál Ioane Teitiota frá eyríkinu Kiribati í Kyrrahafinu. Hann kærði ákvörðun Nýja Sjálands um að víkja honum og fjölskyldu hans úr landi eftir að þau sóttu um hæli. Teitota hélt því fram að með Nýja Sjáland hefði brotið rétt hans til lífs. Það hefði verið gert með því að reka hann úr landi ljósi hækkandi yfirborðs sjávar. Það og aðrar  skaðvænlegar afleiðingar loftslagsbreytinga hefðu gert heimaland hans óbyggilegt.

Í kærunni kemur fram að Teitota hafi orðið að yfirgefa eyna Tarawa í Kiribati-eyjaklasanum vegna ferskvatnsskorts og uppblásturs ræktanlegs lands. Ofbeldi hefði brotist út vegna deilna um sífellt minnkandi jarðnæðis.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Nýja Sjáland hefði ekki brotið rétt Teiota til lífs vegna hættu á þeim tíma, árið 2015, sem atburðirnir áttu sér stað. Þrátt fyrir alvarlegt ástand á Kiribati hafi hann notið nægjanlegrar verndar.

Stefnumarkandi

“Hins vegar”, segir Yuval Shany, sérfræðingur nefndarinnar, “er þessi úrskurður stefnumarkandi og getur rutt braut fyrir að veita beri hæli vegna loftslagsvár í framtíðinni.”

Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að einstaklingar sem leita hælis þurfi ekki að sanna yfirvofandi hættu séu þeir fluttir nauðugir til síns heima þvi loftslagsbreytingar geti bæði valdið skyndilegum hamförum á borð við flóð eða stofnað fólki í hættu með langtíma afleiðingum á borð við hægfara uppblæstri landsi. Hvort tveggja gæti orðið til þess að einstaklingar leiti verndar utan mæra heimalanda sinna.
Þessu til viðbótar taldi nefndin að alþjóðasamfélaginu bæri skylda til að hjálpa ríkjum sem harðast verða úti vegna loftslagsbreytinga.

Aðspurður um málið sagði Stéphane Dujarric talsmaður aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að úrskurðu mannréttindanefndarinnar væri mjög mikilvægur og ríki heims þyrftu að takast á við þennan vanda.

Sjá úrskurð Mannréttindanefndarinnar hér.