Vísindakonum fagnað á nýjum alþjóðadegi!

0
610
Women in Science Photo UN

Women in Science Photo UN
11.febrúar 2016. Vísindakonur hafa ekki notið sannmælis fyrir afrek sín og ungar stúlkur skortir góðar fyrirmyndir til þess að hvetja þær til að náms sem opnar þeim dyr vísindanna.

Alþjóðlegur dagur vísindakvenna  er haldinn í fyrsta skipti í dag, 11.febrúar í samræmi við ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá því í desember á síðasta ári.

Konum hefur hingað til verið meinað um að taka fullan þátt í vísindastarfi. Jafnrétti kynjanna er þýðingarmikil forsenda efnahagsþróunar í heiminum og í framgangi allra þátta Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna. Öflugt vísindastarf er forsenda þess að mörg markmiðanna náist og í því skiptir miklu máli að stúlkur og konur séu viðurkenndar sem þátttakendur á jafnréttisgrundvelli.

Mikilvægt er að ræða þau fjölmörgu málefni sem konur og samfélög glíma við í dag og komast að niðurstöðu um brýnar lausnir og aðgerðir til þess að leysa vandamálin, og viðurkenna ber hlut kvenna í vísindum í sjálfbærri þróun. Þar er þungt á metunum að viðurkenna afrek og starf vísindakvenna.

Myllumerki dagsins eru #dayofwomeninscience og @WomenScienceDay.